Tip:
Highlight text to annotate it
X
Fyrsta daginn í lagadeildinni
sagði kennarinn minn tvennt:
Þegar móðir þín segist
elska þig
skaltu fá annað álit.
Og..
Efþú vilt góða útreið
farðu þá í hóruhús.
Viljirðu slæma útreið
þá ferðu fyrir rétt.
Naomi!
Setjum svo að þú vitir að
skjólstæðingurinn er sekur..
Ekki byrja á þessu.
Dómskerfinu er sama
um það og mér líka.
Ákærði á rétt á bestu vörn
sem lögmaður getur veitt,
hvað sem hann kann
að hafa gert. Búið.
Hvað um sannleikann?
-Sannleikann?
Hvað áttu við?
Naomi!
Ég veit varla hvað ég
á eiginlega við.
Er hann bara einn?
Þú ert seinn.
-Já, já.
Hver er sá rétti?
Hann er bara einn.
Minn sannleikur.
Sá sem ég mynda í huga
kviðdómaranna tólf.
Viljirðu kalla það
eitthvað annað,
ímyndun sannleikans,
þá þú um það.
Tilbúin?
-Þarftu meira efni?
Já.
-Síðdegis á morgun?
Ritarinn minn kemur
því í kring.
Er þetta forsíðufréttin?
-Já.
Drengjakór heilags Mikaels.
Þökk fyrir.
Nú fer fram myndataka
meðan drengirnir eru hér
með hans ágæti.
Ég kem fljótlega.
Njótið eftirréttarins.
Marty.
Óvænt ánægja.
Ég er hér til að losa
saksóknarann úr klípu.
Hvað kostar það?
Mun minna en hinn kosturinn.
Á morgun. Á skrifstofunni.
Klukkan hálftíu.
Gaman að sjá þig aftur.
Nú er komið að erindi
okkar hingað í kvöld.
Þetta er fimmta árið sem ég
nýt þeirra forréttinda
að vera veislustjóri í hófi
Lögmannafélagsins
og kaþólsku góðgerða-
samtakanna.
Þú verður að slökkva
í þessu, því miður.
Þetta er bar,
fjandakornið.
Ég hélt að þú
værir hætt.
Ég dró úr þeim.
Mikið ertu falleg.
Léstu klippa þig?
Já, fyrir nokkrum mánuðum.
Langar þig að dansa?
Það er engin músík.
-Jú, vissulega.
Snúðu þér við. -Ég hélt
að þú kynnir þessu betur.
Þá þarftu ekki að horfa
á persónuna. -Lúalegt.
Horfðu á mig.
Förum á bar þar
sem þú mátt reykja.
Ég þakka boðið,
en ég er ekki sérlega
hrifin af skyndikynnum.
Við vorum saman
í marga mánuði.
Það voru skyndikynni,
Marty.
Þau stóðu bara
í hálft ár.
Ég má til að segja
að ég hef ekki séð jafnmarga
stjórnmálamenn og lögmenn
samankomna síðan við
skriftir í morgun.
Útilokað að ákæruvaldið fallist
á fébætur til kakkalakka
sem verðskuldar 20 ára
eða ævilanga fangavist.
Pinero kann að vera skjól-
stæðingur þinn en hann er bófi.
Sala, fjárkúgun, peningaþvætti..
-Sagðirðu meintur, Yancy?
Heyrðir þú hann
segja meintur?
Pinero hefur aldrei verið
sakfelldur fyrir neitt.
Löggan réðst á hann. Krafta-
verk að hann lifði það af.
Samt sem áður er ég ekki
andsnúinn samkomulagi.
1 ,5 miljónir dala og Pinero
fer úr fylkinu.
Þú getur ekki hindrað borgara
í að búa hvar sem hann vill.
Það er ólögmætt.
Hvort sem það er ólögmætt
eða heiðursmannasamkomulag
fær Pinero að vita
hvað við viljum.
Útvega svarið
sem þið viljið,
ekki sitja og spjalla.
Einkar ánægjulegt.
Þú ert verri en bófarnir
sem þú kemur fram fyrir.
Þessu er lokið, Bud.
-Ég segi honum frá þessu.
Þú færð 40% í þóknun,
Marty.
Ég veit að meðmæli þín
ríða baggamuninn.
Þakka þér fyrir,
John.
Snoturt lag.
Komdu með tekíla
handa okkur.
Hvað sögðu þeir?
Boðin var 1 ,5 miljónir dala.
Shaughnessy bauð
þær sjálfur.
Hvað finnst þér?
Við ættum að taka þessu.
Nema þú viljir verja næstu
árum í málaferli.
Fjandinn hafi þau.
Gakktu frá þessu.
Gerðu svo vel.
-Þökk fyrir.
Skál.
Er komið að mér?
-Já.
Það er eitt í viðbót.
Þeir vilja að þú farir
úr ríkinu.
Þeir vilja að þú hverfir.
Hverfi? Það er gott.
Sama ruglið.
Um hvað ertu að tala?
Þeir eru alltaf að gera mér
svona tilboð. -Hvaða tilboð?
Fyrir nokkru kom lögga
hingað og sagði:
Vitnirðu gegn Martinez borgarráðs-
manni þá skuldum við þér.
Segðu að hann geri þér greiða.
Þú borgir honum. Þannig lygi.
Ég sagði honum að vitna sjálfur
því Martinez væri vænn maður.
Hann er sá eini
sem gefur sig ekki,
en hinir reyna að breyta South
River í dýrar leiguíbúðir.
Því sagðirðu mér þetta
ekki fyrr? -Af hverju?
Þetta er daglegt brauð.
Ég taldi það ekki koma
mínu máli við.
Ekki það?
Ég eyði miklu fé hér.
-Þeir eyða mun meiru.
Íbúarnir reiða sig
á mig.
Mér er skítsama. Sendu þeim
tékka frá Kaliforníu.
Gerðu mér greiða, Chucho.
Láttu mig fá diskinn.
Ég virði ráð þín, Marty,
en get ekki þegið þau.
Ég tek við fénu, en ég fer
hvergi. Hér á ég heima.
Mér fellur þetta ekki,
Joey.
Réttu mér hann,
Chucho.
Hvað taka þeir til bragðs?
Drepa þeir mig?
Þeir reyndu það
einu sinni.
Hvernig drepa þeir mann
sem sefur aldrei?
Náðu í peningana.
-Þú slærð öllu við.
Lagið sem þér féll
í geð er númer 4.
Indælt.
Þakka þér fyrir.
Þú ættir að liggja, Abel.
Þetta er umgangspest.
Ég íhuga það,
Harvey.
Almáttugur,
hvílíkt og annað eins.
Þarftu eitthvað meira?
-Veltu honum við.
Táknið B-32.1 56 er
skorið í bringuna.
Grunsamlegur maður
á flótta, kafteinn.
Veistu hverju ég
hef óbeit á?
Þegar rausað er um hvílíkar
hórur verjendur séu.
Við erum álitnir vondu
strákarnir. Veistu af hverju?
Við sitjum við hlið óþverra
og drögum svo dám af honum.
Við erum taldir sekir. Við
erum taldir luma á einhverju.
Maður veit ekkert. Maður spyr
ekki. Manni er sama.
Maður vinnur bara sitt verk.
Ekki eru þeir vinir manns.
Jæja, sumir eru það.
Því hættirðu þá hjá saksóknara-
embættinu? -Engar horfur.
Maður getur farið í framboð
eða orðið dómari.
Til hvers ætti maður að dæma
ef maður getur sjálfur leikið?
Lögreglu dreif að svæðinu
umhverfis St. Mikaels.
Hann er hérna.
Við fylgjumst með þessari
skelfilegu frétt í dag.
Nú er vitað að klukkan
1 1.08 í morgun..
Hvenær vissirðu að þú
hefðir haft betur?
Fyrirgefðu, hvað?
Sagðirðu það við sjálfan þig
í málaferlum Pineros?
Þegar ég tók við málinu.
Hafðu mig afsakaðan.
..hrottalegt morð á einum
ástsælasta borgara Chicago,
Richard Rushman erkibiskups,
er áfall fyrir borgarbúa.
Mér skilst að Andy
sé í beinu sambandi.
Við vorum að frétta að 19 ára
piltur var handtekinn.
Hann er talinn vera
Aaron Stampler.
Við verðum að fresta þessu.
Hringdu á stofuna.
Lögmannsstofa
Martins Vail.
Ertu að horfa á fréttirnar?
-Já, við erum að horfa á þær.
Hringdu í Sullivan
hjá Trutter dómara.
Komstu að hvert var farið
með hann og láttu mig vita.
Ég er á Alibi-kránni.
Þetta verður eftirsótt.
Lögreglan tók ákveðið
frumkvæði með handtökunni.
Hyggstu verja manninn?
-Ég má ekkert segja.
Er saksóknarinn farinn?
-Já, Yancy sjálfur.
Lögreglan?
-Komin og farin.
Opnaðu.
Ég bið að heilsa bróður
þínum. -Já.
Mig langar að tala við hann
í einrúmi ef ég má.
Ég verð að loka þig inni.
-Ég skil.
Veistu hver ég er?
Nei, herra.
Það veit ég ekki.
Martin Vail heiti ég.
Ég er það sem kallað er
kunnur lögmaður.
Ég á enga peninga.
-Ég bjóst ekki við því.
Ég tek málið að mér
án greiðslu.
Þú færð sérþekkingu mína
og strit ókeypis.
Eða lágt launaðan verjanda,
skipaðan af réttinum,
sem mun eflaust fylgja þér
á dauðadeildina. Þú ræður.
Nei, herra, ég..
Ég yrði þakklátur fyrir aðstoð
þína. -Ekkert að þakka.
Þitt fulla nafn er..
Aaron Luke Stampler.
Ertu frá Kentucky, Aaron?
-Já, frá Creekside, herra.
Stendur það þarna?
Hve lengi hefurðu verið
í Chicago?
Tvö ár í næsta mánuði,
held ég.
Hefurðu komist undir manna
hendur? -Nei, herra.
Hvernig þekkirðu
erkibiskupinn?
Ég var að betla
á Wacker Drive.
Rushman biskup ók hjá
í eðalbílnum sínum.
Hann sá mig og stansaði.
Hann fór með mig
á heimilið.
Ég varð altarisdrengur
og syng í kórnum hans.
Hve lengi varstu þar?
Á heimilinu?
Hálft annað ár.
Maður á að fara þegar maður
verður 1 8 ára,
en Rushman biskup leyfði
mér að vera lengur.
Langt fram yfir nítjánda
afmælisdaginn minn.
Það var fallegt
af honum.
Já.
Barstu einhvern kala
til erkibiskupsins, Aaron?
Kala? Nei, herra.
Hann var..
Hann gekk mér eiginlega
í föðurstað. -Já, en þú..
Ég veit ekki hvernig ég
á að koma orðum að þessu.
Varstu inni hjá honum
þegar hann var myrtur?
Hvernig geturðu
skýrt það?
Það var einhver annar
þar inni, hr. Vail.
Var þriðji aðili þar?
-Já, herra.
Sagðirðu lögreglunni það?
-Já.
En þeir trúðu mér ekki.
-Gott og vel. Lát heyra.
Ég var að skila bók
í bókasafn Rushmans
biskups.
Ég heyrði læti
og fór því inn í
svefnherbergi hans.
Rushman biskup lá
á gólfinu.
Allt var útatað í blóði.
Þá sá ég skugga.
Ég sá mann
Iúta yfir Rushman
biskup.
Hann leit upp og óð að mér.
Þá missti ég tímaskynið.
Hvað felst í því?
Það leið yfir mig.
Slíkt hendir mig stundum.
Ég fæ köst.
Ég missi tímaskynið.
Ég get ekki munað neitt.
Hví flýðirðu frá lögreglunni
ef þú gerðir ekkert af þér?
Þegar ég rankaði við mér
var ég löðrandi í blóði.
Ég vissi ekki
mitt rjúkandi ráð.
Ég varð hræddur, ég heyrði
í sírenum svo ég flýði.
Ég veit hvernig þetta
lítur út en ég sver..
Þú þarft ekki að sannfæra mig.
Svaraðu spurningum mínum.
En ég gerði þetta ekki.
Þú verður að trúa mér.
Nei, mér er sama.
Ég er lögmaður þinn.
Það þýðir að ég er móðir
þín, faðir þinn,
besti vinur þinn
og sálusorgari.
Ég vil ekki að þú talir við
neinn nema mig héðan af.
Ekki við lögguna, fjölmiðla,
ekki neinn hér inni, engan
án míns leyfis.
Skilurðu það?
Já.
Og nú það sem máli skiptir.
Hvaða númer notarðu?
Hvaða fatastærð
notarðu? 38?
Það veit ég ekki.
-38, síðar.
Lögreglan hrakti Stampler úr
felustað hans við dómkirkjuna.
Hún elti hann yfir lestar-
svæðið norðan við McCormick
og var næstum búin að týna
honum á hlaupunum
þegar aðvífandi lest aðskildi
hann frá lögreglunni.
Síðar mun hinn kunni
lögmaður Martin Vail
hafa heimsótt Stampler í fang-
elsið við Maxwell-stræti.
Eftir stuttan eltingarleik
yfir lestarsvæðið
fannst Stampler í holu
undirjárnbrautarteinunum.
Hyggstu verja manninn?
-Afsakaðu..
Við höfum tekið fyrstu skrefin.
Nú get ég svarað spurningum.
Geturðu sagt eitthvað um
altarisdrengjahópinn?
Harla fátt að sinni.
Blandast aðrir altarisdrengir
ekki í málið?
Við höfum enga ástæðu til
að gruna annan en Stampler.
Hann hafði aðgang að híbýlum
erkibiskups
og náðist
á flótta þaðan.
Alblóðugur var Aaron Stampler
eltur undir McCormick Place
þar sem minnstu munaði
að hann yrði fyrir lest.
Hann hringir jafnskjótt
og hann kemur inn.
Naomi!
-Ég tala við þig seinna.
Við höfum nýjan
skjólstæðing.
Ég var hrædd um að þú
segðir það. -Hvern?
Veistu hvað hann er kallaður?
Slátrarasveinninn frá St. Mike.
Það er mér að skapi. -Ágætt.
Þú átt eftir að heyra það.
Verður morðingi erkibiskupsins
okkar skjólstæðingur þinn?
Þú þarft að venja þig á að
bæta að sögn í orðaforðann.
Einkum ef þig langar
að vera lögmaður.
Viltu kaffi, Tommy?
-Nei, þökk fyrir.
Hann viðurkennir að hafa
verið þarna inni
þegar vígið átti sér stað,
en sá ekki verknaðinn.
Má ég grípa fram í? -Nei,
hann var að skila bók.
Hann heyrði læti
úr svefnherberginu.
Hann fór inn.
Hann sá mannsmynd.
Í skugganum laut maður
yfir líkið.
Hann féll í óvit.
Svo heyrir hann sírenuvæl.
Hann er alblóðugur. Löggan
finnur hann í lestargöngum.
Hann er með hring
erkibiskups í vasanum.
Stal hann hring erkibiskups?
-Nei, hann var í vasa hans.
Er þetta málið?
Þetta er versti samsetningur
sem ég hef heyrt um dagana.
Nú er þetta okkar
samsetningur.
Jæja, hefjumst handa.
Ástæða er það sem máli
skiptir hér.
Ákæruvaldið getur ekki
bent á neina.
Það sem við þurfum að gera
er að sýna fram á
að einhver annar gæti hafa
framið glæpinn.
Þá getum við sýnt fram
á skynsamlegan vafa.
Því vil ég fá að vita
allt um manninn.
Leitið í gagnagrunninum,
skjalasafninu, skrám skattsins,
jafnvel hjá svokölluðum
góðgerðarstofnunum.
Svokölluðum? Hann var
prestur, fjandakornið.
Skrifaðu þetta niður,
Naomi. B-32. 156.
Það var skorið á bringu
erkibiskupsins. -Að sögn.
Nei, þetta er staðreynd.
Ég met viðleitnina, Tommy.
Ég þakka.
Ég þarf líka gögn
um morð með lagvopni,
morð með misþyrmingum,
morð af trúarástæðum.
Mig vantar líka geðlækni.
-Þú segir ekki.
En ekki vitnaleiðslulækni.
Alvörugeðlækni.
Lækni sem þekkir tímabundið
minnisleysi.
Hvernig er hann í hátt?
-Slátrarasveinninn?
Eins og skáti?
Skáti með verðlaun
fyrir útskurð.
Erkibiskupinn var náinn
vinur Shaughnessys.
Hann kom árla og spurði mig
hver yrði svaramaður minn.
Þú, sagði ég.
-Þökk fyrir.
Ég treysti því, ef mér er
ætlað að sækja málið,
að þá fái ég það umboð
sem verkefninu fylgir.
Þér er falið málið.
En höfum eitt á hreinu strax.
Ég vil dauðarefsingu.
Ég vil kynna mér málið
áður en afráðið verður
að krefjast dauðarefsingar.
Ég er opinn fyrir öllu
sem þú segir, Janet,
en í mínum huga kemur
ekkert annað til greina.
Sagði hann eitthvað?
Pilturinn sem var gómaður.
Já, að hann hefði
ekki gert það.
Þetta er auðunnið mál,
Janet.
Ég þakka traust þitt á mér
og vil ekki hafa uppi mótrök.
Fyrir það er þér borgað.
En liggi allt ljóst fyrir
er engin þörf fyrir mig.
Opinberi verjandinn mun
ekki halda uppi vörnum
heldur höfðar til miskunnar
réttarins.
Það er enginn
opinber verjandi.
Er hann með lögmann?
Nú þegar? Hvern?
Martin Vail heiti ég.
Ég er verjandi
Aarons Stampler.
Ég þarf að skoða morðstaðinn.
-Slátrarasveinsins, ha?
Já, þökk fyrir. Ég gleymdi
hans rétta nafni.
Hvað er að,
Marty?
Misstirðu trúna?
Ertu á höttunum
eftir trúarvissu?
Hvort okkar er að eltast
við fyrirsagnirnar hér?
Ólíkt þér var mér falið
þetta mál.
Treystirðu þér til þess?
-Búinn að selja bókarréttinn?
Langar þig að sjá
nokkrar myndir?
Þær eru ansi snotrar.
Þær sýna ljóslega
viðurstyggð glæpsins.
Lítil ráðlegging.
Ekki viðhafa orðið
viðurstyggð í réttinum.
Helmingur kviðdómenda veit
ekki um hvað þú ert að tala.
Smáráðlegging.
Ég er ekki aðstoðarmaður
þinn lengur.
Ég útskrifaðist, hafirðu
ekki veitt því athygli.
Ég hafði enga ástæðu til
að fara. -Jú, allar.
Hvernig geturðu enn
unnið hjá þeim?
Býstu í alvöru við að ég
tölti á eftir þér, Marty?
Segi upp, af því að þú
gerðir það?
Ég þarf engan Benz.
Ég þarf ekki að sjá mynd
af mér í kvöldfréttunum.
Þú vissir að ég myndi
verja hann, var það ekki?
Því tókstu málið að þér.
Baðstu Shaughnessy um það?
Hættu þessu.
Hvað er að, Marty?
Er þér órótt?
Er langt síðan þú komst
nálægt konu með viti?
Hvað er að?
Ertu þreytt?
Áttu erfitt með svefn?
Þú átt sitthvað óútkljáð.
Ég sef ágætlega.
Hvar er hann?
-Þarna.
Við sitjum við borð ásamt
tveimur félögum mínum.
Þegar búið er að lesa ákæruna
spyr dómarinn hverju þú svarir.
Ekki sekur.
-Nei.
En ég er ekki sekur,
hr. Vail.
Mér er sama.
Þú heldur kjafti.
Segir þú mig ekki sekan?
-Ég segi eitthvað. Kvíddu engu.
En..
-Ég á einmitt við þetta.
Þetta gengur ekki í réttinum,
vendu þig við það.
Ég tala,
þú talar ekki.
Þú átt að vera sakleysilegur.
-Ég er saklaus.
Það er einmitt svona sem ég
vil að þú lítir út.
Geturðu munað það?
Líttu í spegil ef með þarf.
Ég þarf þess ekki.
Ég lít alltaf svona út.
Þú kannt sitthvað
fyrir þér.
Ekki brosa.
Ekki.
Fáum við yfirlýsingu? -Nei,
við viljum vita hvað gerðist.
Hvernig hyggstu verja Stampler
þegar þrýstingurinn er slíkur?
Þrýstingurinn er sá einn
að finna sannleikann.
En blóð erkibiskupsins
var á honum.
Þú hefur verið að tala
við lögguna.
Hvernig hyggstu skýra að hann
var í blóðstorknum fötum?
Á þessu stigi málsins hyggst
ég ekki skýra neitt.
Ég var að taka
málið að mér.
Þýðingarmiklar staðreyndir
málsins eru og verða umdeildar.
Þú ert snillingur í að láta
fórnarlömbin hjálpa
skjólstæðingi þínum en það
verður erfitt í þessu tilviki.
Fórnarlambið í þessu máli
er skjólstæðingur minn.
Hér eru tvö fórnarlömb,
engir liggja undir grun.
Óttastu um öryggi hans?
-Nei.
Það verður engin spurning
um dóminn, held ég.
Rísið úr sætum.
Góðan dag.
Réttarvörður.
Ákæruvaldið gegn
Aaron Stampler.
Setjist. Eru allir hér?
-Já, ágæti dómari.
Ákærandi.
Ákæruvaldið ákærir fangann
fyrir morð af ásettu ráði.
Hverju svarar skjólstæðingur
þinn, lögmaður?
Með leyfi réttarins
þarf ég tíma
til ítarlegrar geðrannsóknar
áður en ákæra er lögð fram.
Ákæruvaldið hefur næg gögn
til stuðnings ákærunni.
Ég fellst á það.
Beiðninni er hafnað.
Hr. Stampler.
Skilurðu ákæruna gegn þér?
-Já.
Ég ræð skjólstæðingi mínum
að svara ekki spurningunni
þar sem svarið gæti orðið
honum til sakfellingar.
Höfðar ákærði til viðbótar-
ákvæðisins hvort sem hann
skilur ákæruna eða ekki?
-Já, ágæti dómari.
Uns ítarleg geðrannsókn
liggur fyrir
höfðar hann til hennar
hvað allar spurningar varðar.
Ákæruvaldið gegn Appleby
ef þú vilt skoða fordæmi.
Nei, það get ég ekki.
Hvað er þér á höndum?
Ég þarf að skoða herbergið
sem Aaron Stampler bjó í.
Ertu frá lögreglunni?
-Ég er frændi hans.
Alex á þetta.
-Hver er Alex?
Einn altarisdrengjanna.
Gekk altarisdrengur
með svona?
Ekki við messur.
Hann réðst á samstarfsmann
minn. Stórskaddaði hann.
Hvað var hann að gera
inni hjá þér? -Hjá mér?
Það veit ég ekki.
Ég á ekkert.
Veistu hvar ég finn hann?
-Hvern? Alex?
Ég veit ekki hvar hann er.
-Veistu það ekki?
Hver er Linda?
-Linda?
Er hún kærastan þín?
Hvar er hún? Ég þarf
að hafa tal af henni.
Ég veit ekki
hvar hún er.
Af hverju finnst mér þú
leyna mig einhverju?
Ég er að segja þér satt.
-Það held ég ekki.
Ertu hissa á að Alex
hafi ráðist á vin minn?
Nei, hann er bráður.
-Já, það má nú segja.
Heldurðu að það gæti hafa
verið Alex
sem var mannveran sem þú
sást hjá erkibiskupnum?
Hann Alex?
Það get ég ekki fullyrt.
En gæti það hafa
verið hann?
Það veit ég ekki.
-Þú skilur þetta ekki, Aaron.
Ákæruvaldið vill
þig feigan.
Ef þú hjálpar mér ekki
verður því að ósk sinni.
Ég reyni.
Ég man ekkert.
Ég skil ekki hví Alex
myndi vilja gera slíkt.
Hann hefði haft sínar ástæður.
Kannski verið fenginn til þess?
Hver hefði fengið hann
til þess? -Sleppum því.
Ég þarf að vita hvort þú
telur hann líklegan til þess.
Það veit ég ekki.
Ég veit ekki hver væri
líklegur til slíks, hr. Vail.
Hann segir annan hafa verið
þar en man ekki hver.
Þú vilt að ég kanni minnisleys-
ið og athugi hvað hann veit.
En viti hann nú
að hann gerði það?
Helstu ástæður
til minnistaps
eru lyfjamisnotkun, áföll,
höfuðmeiðsl og uppgerð.
Ég held að pilturinn
sé að segja satt.
Þá skulum við hafa
eitt á hreinu.
Ég er vissulegu reiðubúin
til að greina hann,
raunar hlakka ég til þess,
en ekki til að staðfesta
frásögn hans. Skilurðu?
Þú sinnir þínu starfi,
ég sinni mínu. -Já.
Telji ég þörf á,
vil ég
heilaskönnun og taugalífeðlis-
fræðilega skoðun. -Já, læknir.
Góða nótt, læknir.
-Góða nótt.
Ég geri upptökur af fundum
okkar fyrir hr. Vail,
svo það sem við ræðum um
nýtur ekki sama trúnaðar
og ef þú leitaðir til
mín sem læknis.
Hann gæti kvatt mig sem vitni.
Viljirðu spyrja einhvers,
skaltu gera það strax
meðan hann er enn hér.
Nei, frú. Ég skil þetta.
-Ágætt.
Gott og vel. Við spjörum
okkur. -Við sjáumst seinna.
Vail sagði mér að þú myndir
ekki eftir tilteknu tímabili
sem tengist andláti
erkibiskupsins?
Já, ég missti tímaskynið.
Það leið yfir mig,
meina ég.
Hefurðu fallið í yfirlið
fyrr? -Já.
Hvenær manstu fyrst eftir
að það hafi gerst?
Þau byrjuðu þegar ég
var 1 2 ára, held ég.
Vissu foreldrar þínir
hvað var að henda þig?
Nei, móðir mín
var látin.
En faðir þinn?
Nei, hann var ekki
vænn maður.
Leitaðirðu meðferðar?
-Gerði ég hvað?
Leitaðirðu til læknis
út af þessu?
Það er ekki leitað til læknis
í Creekside nema við fótbroti.
Má ég tala við þig?
-Talaðu.
Hafðu okkur afsökuð.
Ég skila henni rétt strax.
Hvernig dirfistu? Heldurðu
að ég sé eitthvert peð
sem þú hreyfir að vild?
Ég var í miðjum málsverði.
Hvenær verða skjölin
lögð fram?
Hvað er þér á höndum,
Marty? -Ég vil vita
hvenær þau verða lögð fram.
Ég þarf að leggja fram kröfur.
Nei, þess þarftu ekki.
Þú vilt semja um málið.
Ég hef ekkert umboð
til að semja.
Ég hef ekki rætt þetta
við skjólstæðing minn.
Hver er þín afsökun?
Teldi ég þörf á að semja, hef
ég umboð til þess. -Þvættingur.
Shaughnessy vill dauðarefsingu
og notar þig til að fá hana.
Aðrir í þinni aðstöðu semdu
um morð án dauðarefsingar.
Í minni aðstöðu?
Við höfum pottþétt mál.
Pottþétt mál?
Hvorki fyrri refsing, vitni,
játning né ástæða.
Áþreifanlegar sannanir.
Væntanlega berðu ekki við
brjálsemi sem er miður.
Geðlæknarnir mínir hefðu
rifið hann í sig.
En það var snjallt hjá þér
að höfða til hinnar fimmtu.
Já, var það ekki ágætt?
Það var mér að skapi.
Ef þú tapar málinu, færð þú
bágt fyrir, ekki Shaughnessy.
Talaðu við mig.
Við förum í málaferli,
Marty.
Ágætt. Það þarf bara
einn kviðdómara
sem trúir ekki að hann
hafi gert það.
Bara einn sem á strák á hans
reki og horfir framan í hann.
Ég skal viðurkenna að hann
hefur fallegan svip.
Læturðu hann bera vitni?
Stamið er alveg f-f-frábært.
Ó, Marty..
ekki segja mér að hann
hafi ekki gert það.
Náði Aaron litli
taki á þér?
Þetta snýst ekki um fangelsi
heldur um að svipta mann lífi.
Skjátlist þér og hafi Shaughn-
essy látið þig gera þvílíkt,
geturðu þá lifað við það?
-Ég tóri.
Sjáumst í réttarsalnum.
Við erum sammála því
að um morð er að ræða
og því hafa þessar ljósmyndir
ekkert sönnunargildi lengur.
Þetta er ekki bara morð, hér
er um limlestingar að ræða.
Ákæruvaldið vill sjokkera
kviðdóminn með myndunum.
Það er ósatt, ágæti dómari.
Þær sýna viðurstyggð glæpsins
og tengja ákærða sem fannst
blóðugur á vettvang glæpsins.
Þær hvetja til fordóma.
-Ég er á öðru máli.
Vertu það þá.
-Svona nú, lögmaður.
Ljósmyndirnar verða skráðar
sem gögn, hr. Vail.
Viljið þið réttarhlé til að
geta ræðst við í einrúmi?
Ég harma þetta, dómari.
En þetta er einum of mikið.
Svo mun hann andmæla því að
morðvopnið verði lagt fram.
Úr því að hún
nefnir það..
Þetta er opinber bygging.
Afsakaðu, hr. Vail.
Viltu árita þetta
fyrir mig?
Segðu mér frá Lindu. Vail
segir að hún sé kærastan þín.
Já, hún var það.
-Hvernig kynntust þið?
Við vorum bæði á heimilinu.
Ég var altarisdrengur,
hún vann ýmis störf
fyrir Rushman biskup.
Hvernig var sambandið?
-Okkar Lindu?
Hún var menningarleg
og bráðgreind.
Við áttum góðar
stundir saman.
Við giftum okkur
ef til vill.
Sváfuð þið saman?
Það er einkamál.
-Ég verð að spyrja um það.
Áttuð þið í kynferðislegu
sambandi, Aaron?
Já.
Svafstu hjá einhverjum
öðrum á sama tíma?
Nei.
-Gerði hún það?
Hefur hún heimsótt
þig, Aaron?
Nei, en..
-Er þér órótt út af því?
Nei. Hún fór í burtu.
Hún fór í burtu
um stundarsakir.
Hún fór áður en þetta
gerðist. Ég efast um..
Ég efast um að hún
viti um þetta.
Fannstu eitthvað
handa mér? -Já.
Ekkert er skráð í miðbæjar-
útibúinu undir B321 56..
En þetta er ekki B.
Þetta er 8, held ég.
Hnífurinn rann til.
832-1 56.
Thomas Jefferson?
Hann gerði það ekki, held ég.
Þetta verður þér víst ekki
heldur til ánægju.
Listi yfir góðgerðafélög og
fjárfestingar erkibiskupsins.
Fjöldinn er það eina
sem kemur á óvart.
Hægan.
Hvaða aðild á hann að South
River málinu? Sýndu mér það.
Skoðum fjárfestana.
Shaughnessy?
Þetta er hverfið
hans Joes Pinero.
Sérðu svæðið hérna?
Þetta var allt byggt.
Það stóð hús þarna
á horninu.
Þar kyssti ég fyrstu
kærustuna mína.
Og barnaði hana líka.
Kröftugur koss, Joey.
-Já.
Hér hefði átt að byggja
rándýrar leiguíbúðir
ef þeim hefði orðið
að ósk sinni.
Því kaupi ég spilduna fyrir
aurana sem þú útvegaðir.
Hefurðu heyrt
um peningana?
Hver hefur það ekki?
-Marty er sá besti.
Ég vann bara mitt verk.
Já, 1 ,5 miljónir dala og hann
vann bara sitt verk.
Joey sagði mér frá löggu
sem vildi koma þér í klípu,
borgarráðsmaður.
-Dæmigert.
Þeir geta ekki mútað mér
og reyna þá að múta bróður.
Flestir álíta þetta land
tilheyra járnbrautinni.
En svo er ekki.
Kirkjan á það.
Kirkjan?
Áttu við Rushman-sjóðinn?
-Já.
Ásamt mörgum rí***
fjárfestum.
Og John Shaughnessy?
-Já.
Svo urðu þeir ágjarnir
og fóru að kaupa lóðirnar
og gamlar byggingar í grennd
við eignir kirkjunnar
og létu rífa þær.
Gamla hverfið var að hverfa.
Ég gekk fyrir erkibiskup
og spurði hvað væri verið
að gera fólkinu.
"Það er fátækt.
Það er rekið
af heimilum sínum
og það er kaþólskt."
-Vel að orði komist.
Hann lagði við eyrun.
Ég trúði því varla.
Hann lét þá hætta framkvæmd-
um nálægt eignum kirkjunnar.
Nú sitja eigendurnir uppi
með þessa auðu hjalla
sem ekki má rífa og lóðir
sem ekki má byggja á.
Shaughnessy tapar
miljónum.
Viltu bera vitni ef ég
þarf á þér að halda?
Hver? Ég?
Já, ekkert mál.
Ég hef bara fataskipti.
Fer í föt frá Brooks-bræðrum,
mokkasínur og..
-Nei, Joey. Ekki þú.
Ég skal bera vitni.
Menn halda að borgin
gangi af sjálfu sér.
Þeir halda að hún fari
á fætur og í vinnuna,
taki á sig náðir á kvöldin
eins og við gerum.
Þeir vita ekki hvað þarf til
að tryggja að allt virki.
Glæpir, eldsvoðar,
óeirðir..
Vatnsleiðslurnar undir
borginni voru að springa.
Það var ljóta klúðrið.
Í hvern hringdi
vatnsveitustjórinn?
Verktakann sem byggði hana?
Nei, í mig.
Allir hringja í mig.
Skratti er þetta gott.
Þeir hringja í mig af því
að ég tryggi friðinn.
Það er starf mitt.
Borgin brennur ekki af því
að ég leyfi það ekki.
Ég er hinn mikli
málamiðlari.
En heldurðu að menn
skilji það?
Satt að segja er mér
skítsama.
Þessi heimsku flón nenna
ekki einu sinni að kjósa.
Þeir vilja bara éta, sofa,
glápa á sjónvarpið
og riðlast stöku sinnum
á kerlingunum sínum.
Við ættum víst að þakka þér.
-Ekkert að þakka.
Þig vantar nýtt efni,
John.
Ég hef þegar heyrt þessa
borgarræðu tíu sinnum.
Pinero, vinur þinn, stendur
ekki við samninginn.
Snýst málsverðurinn um það?
-Að hluta.
Ég sagði honum hverjir
skilmálarnir væru.
Hann er fullorðinn.
Hver er hinn hlutinn?
Mér skilst að aðstoðarmaður
þinn sé að grafast fyrir um
fjármál erkibiskupsins.
Hvert var þitt tap þegar hann
hætti við South River, John?
Nú skal ég segja
þér dálítið.
Það eru mistök að reka þumal-
fingurna í augu valdamanna hér.
Ég miða ekki
á augun í þeim.
Láttu ógert að atast
í mér, Marty.
Lagnirnar eru aftur
að springa, John.
Brátt hefjast réttarhöld
í alræmdasta morðmáli
í Chicago um langt skeið.
Þá mun fyrrv. saksóknari,
Martin Vail, hefja vörn sína
fyrir Aaron Stampler.
Richard Rushman var
sannur Guðsmaður.
Hann varði lífi sínu
í þjónustu við íbúa Chicago.
Hann var öðrum innblástur,
ekki bara einungis
sem andlegur leiðtogi,
heldur einnig sem borgari.
Martin Vail heiti ég.
Og ég er hér til þess
að tryggja, ásamt ykkur,
að sannleikurinn komi fram.
Nú getum við fræðst
um sannleikann
og rætt það sem ákæruvaldið
vill ekki að þið heyrið.
Látið ekki blekkjast afsak-
Ieyislegu svipmóti og fasi. .
Aarons Stampler sem dæmdi
Rushman erkibiskup
og ákvað að hann skyldi
ekki bara deyja
heldur deyja á sérlega
hrottalegan hátt.
Aaron var handtekinn skömmu
eftir lát erkibiskupsins.
Við sáum það í sjónvarpinu.
En afhverju?
Hann hentaði vel.
Lögreglan sætti miklu álagi
við að leysa málið.
Gögn munu sýna
að Aaron Stampler elti,
sat fyrir og myrti mikil-
mennið á hrottalegan hátt.
Ákæruvaldið vill ekki að þið
heyrið um altarisdrengina
í kórnum sem hafa horfið
á dularfullan hátt.
Þegar vitnaleiðslum lýkur,
munuð þið kviðdómarar vita
að Aaron Stampler hafði allt
sem þurfti fyrir tilræðið.
Þennan hníf
rak Aaron Stampler
hvað eftir annað í bringu
erkibiskupsins,
kynfæri hans, augu.
Það vill ekki að þið heyrið
að erkibiskupinn
fjárfesti fyrir hönd
kaþólsku kirkjunnar.
Stórtap varð á þeim
fjárfestingum.
Þetta eru afar
voldugir menn.
Það vill ekki að þið heyrið
um 20 lífslátshótanir
sem erkibiskupnum
bárust bara í ár,
skömmu fyrir dauða sinn.
Og það vill ekki að þið heyrið
um tilgátu þess um ástæðu.
Hvernig víkur því við?
Ástæðan er afar einföld.
Hún er ekki fyrir hendi.
Woodside lögreglufulltrúi.
Geturðu útskýrt fyrir réttinum
hvaðan þessir skór eru?
Þeir voru teknir af ákærða
þegar hann var handtekinn.
Hver var niðurstaða
blóðrannsóknar á þeim?
Um mannsblóð var að ræða
af sama flokki og sömu DNA-
þáttum og blóð erkibiskupsins.
Hvað segja blóðug fótspor
kringum líkið þér?
Morðinginn skildi eftir sig
fótspor á átakasvæðinu
eins og blóðið á vettvangi
bendir eindregið til.
Já eða nei,
fulltrúi.
Gæti þriðji aðili
hafa verið
í vistarverum erkibiskups
þennan morgun?
Ekkert bendir til þess.
En ekkert bendir til að svo
hafi ekki verið. -Nei.
Hvað gerðist eftir átökin?
Greining bendir til að morðing-
inn hafi veri truflaður
við limlestingarnar og hafi
hlaupið niður stigann.
Er mögulegt,
fulltrúi,
að hinn raunverulegi
morðingi, þriðji aðilinn,
hafi verið það kænn að stíga
ekki ofan í blóðelginn?
Gæti þessi þriðji aðili
hafa komið
fingraförum ákærða á hnífinn
meðan hann var í óviti?
Hvað eina er mögulegt,
hr. Vail.
Sá látni varð auðsjáanlega
fyrir mörgum stungunum.
Já, 78.
Hann reyndi að verjast
og það skýrir sárin
á höndum hans og örmum.
Er það ekki staðreynd,
læknir, að þú getur ekki
vitað fyrir víst hvort fleiri
en einn voru þar að verki?
Þeir hafa getað verið fleiri
en ég efast um það.
Eftir rannsókn þína
á sárunum, Weil læknir,
veistu hvort morðinginn var
rétthentur eða örvhentur?
Stungusárið á hálsinum
og sárin á bringunni
benda eindregið
til þess
að örvhentur maður
hafi beitt hnífnum.
Er ákærði örvhentur?
-Já.
Þá er hugsanlegt
að rétthentur maður
hafi af ásettu ráði beitt
vinstri hendi við verknaðinn.
Já, það er hugsanlegt.
Þá er eðlilegt
að álíta
að þriðji maður hafi verið
á vettvangi glæpsins.
Ekki eðlilegt.
En það er hugsanlegt.
Íkjölfar byrjunarávarpa hóf-
ust ítarlegar yfirheyrslur
fyrstu vitna ákæruvaldsins,
Harvey Woodside fulltrúa,
og líkskoðara Cook-sýslu,
Emile Weil.
Þá sættu þeir Woodside
og Weil gagnyfirheyrslu
Martins Vail, verjanda
Stamplers. Álit manna..
Ég þakka framlag þitt hér
í dag, kafteinn Stenner.
Má ég biðja þig að fjalla
um táknið sem skorið var
í bringu erkibiskupsins?
Viltu greina kviðdómurum
frá því, kafteinn?
Já, bókstafurinn
og tölurnar B-32- 156
voru ristar á bringu
erkibiskupsins.
Tókst þér að finna samsvörun
við þetta einhvers staðar?
Það tel ég.
Táknið B-32- 156
er í rauninni skrásetningar-
númer bókar
sem fannst í lestrarstofu
í kjallara kirkjunnar.
Þetta tiltekna númer,
B-32, á við bókina
The Scarlett Letter
eftir Nathaniel Hawthorne.
Þegar flett var upp
á blaðsíðu 1 56
fannst undirstrikuð
setning.
Viltu lesa þá setningu
fyrir réttinn?
Enginn maður getur
til langframa verið
eitt frammi fyrir sjálfum
sér en annað gagnvart
almenningi án þess að ruglast
á hvað sé hið sanna.
Hvað þýðir þessi setning,
kafteinn? -Andmæli.
Hann er lögreglumaður,
ekki enskukennari.
Túlkun hans yrði ónákvæm
og tilgátukennd.
Ég heyrði ekki beðið um sér-
fræðiálit. Vitnið má svara.
Í mínum augum
er það einfalt.
Morðinginn áleit fórnarlamb
sitt tvöfalt í roðinu.
Er það þín reynsla,
kafteinn, að morðingjar
skilji vísvitandi eftir vís-
bendingar um ástæður sínar?
Ekki oft.
En það kemur fyrir.
Strikaðirðu í bókina?
Undirstrikaðir þú
setninguna?
Nei, hr. Vail.
-Nei?
Nei, ég opnaði aldrei
þessa bók.
Hawthorne er mér
ekki að skapi.
Ég reyndi að lesa bókina
um húsið með sjö einhverju.
Ég komst ekki lengra
en á blaðsíðu 1 0.
Ég var ekki sá eini sem notaði
bókasafn Rushmans.
Allir fengu lánaðar bækur
frá Rushman biskupi.
Hann hvatti menn til þess.
Altarisdrengi og starfsmenn.
Vörður.
Þú gefur þig ekki.
Vissirðu ekkert um..?
-Nei.
Hvað um áhrif..? -Ég get
ekki talað við þig núna.
Það verður hringt í þig.
-Gott og vel.
Þökk fyrir.
-Já, við sjáumst.
Hver fjandinn kom
eiginlega fyrir?
8 var víst B,
vænti ég.
Heldurðu að þetta sé sniðugt?
Við erum að tapa málinu.
Hvað gerðist, Tommy? Hvernig
gat þér yfirsést þetta?
Þau eru 50 talsins auk alls
lögregluliðs Chicago.
Hvernig gat ég vitað að hann
hefði lesstofu í kjallaranum?
Viltu starfið mitt?
-Nei, ég vil að þú sinnir því.
Láttu ekki svona,
Marty.
Ég byggi vörnina á þriðja
manninum. Hann hef ég ekki.
Veistu af hverju ég hef
ekki þriðja manninn?
Af því að þér tekst ekki
að finna hann.
Er svona erfitt að finna
einn snauðan strák?
Kannski höfum við þegar
þann sem gerði þetta.
Þú verður að minnsta kosti
að íhuga þann möguleika.
Allt bendir til sektar hans.
Þú neitar að viðurkenna það.
Ég neita engu. Hann
gerði það ekki, held ég.
Takið nú eftir,
bæði tvö.
Við höfum tveggja daga frest
og höfum fjandann ekkert.
Ég vildi að þið sinntuð
störfum ykkar! -Fjandinn!
Það hefur verið erfitt
fyrir þig að koma hingað.
Þekktirðu einhvern?
-Engan.
Áttirðu einhverja aura?
Nei, enga.
Mig langar að spjalla meira
um Lindu, kærustuna þína.
Getum við það,
Aaron? -Nei.
Af hverju ekki?
Aaron?
Fyrirgefðu.
Getum við gert
þetta seinna?
Nei, mig langar að kanna
þetta nánar. -Ég er..
Ég er svo þreyttur.
Ég veit. Af hverju fær svona
á þig að ræða um Lindu?
Það fær ekkert á mig.
Ég vil bara ekki tala
um þetta núna. -Af hverju?
Er allt í lagi? -Nei,
ég hef verk í höfðinu.
Gott og vel. Fyrirgefðu.
Ég ætla að laga þetta.
Veistu hvað ég get gert með
þessu? -Ætti ég að vita það?
Almáttugur.
Aaron?
Hvað varstu að segja?
Hvað viljið þið eiginlega?
Ég skal drepa þig!
-Það held ég ekki, Alex.
Slepptu honum.
Manstu eftir mér?
-Ég heiti Martin Vail.
Mér er skítsama um það.
Þú hefur engan rétt til..
Ég er verjandi Aarons
Stampler, skítablesi.
Hvað veistu um morðið
á erkibiskupnum?
Ekkert.
Hvern fjandann ertu að fara?
-Þvættingur. Ekkert svona.
Ég sver að ég
veit ekkert.
Að hverju varstu að leita
heima hjá Aaron?
Spólu. -Myndbandsspólu?
Með hverju?
Klámi.
Klámi?
Þarf ég að teikna
mynd fyrir þig?
Með hverjum?
Okkur Lindu.
Og Aaron? -Já, hann var líka
með fyrir erkibiskupinn.
Ertu að segja að Rushman
erkibiskup
hafi verið viðriðinn
klámmyndir?
Já, hann kallaði það
hreinsun hins vonda.
Hann bað í tíu mínútur
og sagði okkur svo til.
Þú ert alger lygalaupur.
-Mér er sama hvað þú heldur.
Hvað hugðistu gera
við spóluna?
Ég ætlaði að fleygja henni!
Bara einni spólu? -Já, hann
tók alltaf ofan í hana.
Af hverju hélstu
að Aaron hefði hana?
Mér datt í hug að hann væri
með hana og hefði drepið hann.
Hann drap hann,
ekki satt?
Nei.
Hvar er þessi stúlka?
Hvar er Linda?
Hún fór yfir um.
Hún hvarf. Stakk af.
Og ég vænti engra
póstkorta.
Horfðu á mig.
Komdu honum héðan,
Tommy.
Hvað er á seyði?
-Þú færð nóg að éta.
Þú ert ekki lögga. -Ég var
það. Skiptir það þig máli?
Sjáðu hver er hér.
-Þetta er góð grein.
Þú þekkir reglurnar.
Ekki hreyfa neitt.
Þá verður mér kennt um.
-Mér líka. Ég snerti ekkert.
Gakktu til hennar, Alex.
-Á hvað eruð þið að horfa?
Andartak.
- Gakktu til hennar.
Hjálpaðu henni úr.
Þetta er lagið, Aaron.
Ágætt.
Hjálpaðu til,
Linda.
Færðu hana úr blússunni,
Aaron.
Hjálpaðu honum,
Linda.
Er þetta ekki fallegt,
Linda?
Settu hann nú upp í þig.
-Hér er ástæða.
Taktu hana nú
aftan frá.
Taktu hana aftan frá,
Aaron. -Almáttugur.
Ég þarf að tala
við hann í einrúmi.
Við þurfum að ræða dálítið.
-Ég þarf að tala við hann.
Treystirðu mér?
Já, vitaskuld.
-Ágætt.
Ég vantreysti þér.
Ég skal segja þér
allt af létta.
Ég er að tapa málinu.
Veistu hvers vegna?
Af því að skjólstæðingur
minn lýgur að mér.
Ég hef aldrei..
-Þvættingur!
Engan þvætting lengur.
Engan leikaraskap.
Allir telja þig sekan.
Allir.
Ég er sá eini sem trúi þér
en það má engu muna.
Greindu nú frá öllu.
Tafarlaust.
Strikaðir þú
undir orðin?
Horfðu á mig.
Strikaðirðu í bókina?
Nei.
-Ég trúi þér ekki.
Þetta er haugalygi.
Ég trúi þér ekki.
Ég sá spóluna.
Ég veit hvað hann gerði þér.
Ég vil að þú segir mér það.
Ég vil vita allt saman.
Segðu mér sannleikann.
Þú stútaðir honum.
Þú gerðir það.
Þú ert svoddan lygalaupur.
Ekki ljúga að mér.
Þú gerðir það,
ódrátturinn þinn.
Þrjóturinn þinn.
Þú myrtir hann.
Hvern fjandann viltu
mér eiginlega?
Hættu að vola, ég skil ekki
orð af því sem þú ert að segja.
Mér býður við þér,
aulinn þinn!
Sjáðu til, lagsi.
Hver ertu eiginlega?
Þetta er klefinn minn!
Hver ertu eiginlega?
Nú veit ég.
Þú ert lögmaðurinn.
Þú ert lögmaðurinn hans.
Ég heyrði um þig
og fínu fötin þín.
Þarna brást þér
bogalistin, lögmaður.
Þeir dæla Aaron stútfullan
af eitri. -Hvar er Aaron?
Að skæla í einhverju skoti.
Þú hræddir hann í burtu.
Nú er mér að mæta,
drengur minn.
Ég ætti að lumbra ærlega
á þér. Horfðu á mig.
Ef þú kemur aftur og lætur
dólgslega við Aaron
þá ber ég þig í klessu.
Skilurðu það?
Ég skil þig.
Ég skil.
Lendi Aaron í klípu þá kallar
hann á þig. Þú ert aðalkarlinn.
Aaron getur ekki
barið frá sér.
Þú hefur séð hann stama.
Hann ræður ekki
við neitt.
Ekki réð hann við allt
þetta prédikarablóð.
Hefði hann hlýtt mér þá
lægjum við ekki svona í því.
En hann varð hræddur,
Iagði á flótta og lét
góma sig, aulinn sá arna.
Myrti Aaron þá Rushman?
-Nei, fjandakornið.
Hvar grófu þeir þig upp?
Varstu ekki að hlusta á mig?
Aaron þorði ekki
að gera neitt.
Það var ég,
drengur minn.
Það var ég.
Já.
Það varst þú.
Hann kom vælandi til mín
eins og vant var.
Snöktandi og vælandi.
Ég afber ekki meira, Roy.
Þú verður að hjálpa mér,
gerðu það, Roy.
Haltu helvítis kjafti,
stelpuræfill, sagði ég.
Fullorðnastu.
Sýndu karlmennsku.
Heitirðu þá Roy?
Já, fyrirgefðu.
Hvað heitirðu aftur?
Marty?
Mig dauðlangar í smók.
Ertu með sígarettu á þér?
Nei, ég hætti.
Fjandinn hafi það.
Ég get ekki lifað án þeirra.
Þær hljóta að vera hér.
Segðu mér frá Lindu,
Roy.
Hvern í fjandanum
varðar um Lindu?
Mig varðar um Lindu.
Ég vil fræðast um hana.
Druslan sú arna. Hún var
allra gagn, skilurðu?
Hún gekk þannig frá Aaron að
hann áleit hana kærustuna sína.
Það var ömurlegt.
Hún gekk alveg frá honum.
Drapstu þá Rushman
þess vegna?
Út af kynferðismálunum?
Þú sást spóluna.
Svaraðu mér,
þrjóturinn þinn.
Heldurðu að ég sé
að grínast?
Ég ætla að hálsbrjóta þig.
Sástu spóluna?
-Nú, vitaskuld.
Fjandinn hafi það. Ég sagði
honum að ná í spóluna.
Náðu í spólufjandann, sagði
ég. Hún er ástæða, bjáni.
Þetta fer alveg með það,
Marty.
Sýndu engum spóluna.
Skilurðu mig?
Skilurðu það?
-Aaron.
Herra Vail?
Já, ég er hérna,
Aaron.
Hann gerði það.
Helvítið gerði það.
Hvernig gat mér
yfirsést þetta?
Þarf að taka spor
í þetta? -Nei.
Hann gerði það ekki.
Aaron veit ekkert um það
sem gerðist hérna.
Ég sá einkennin.
Aðaleinkennin.
Misnotkun í æsku,
sífelld yfirlið,
glompur í hugsuninni.
Hann leikur tveim skjöldum.
Ég reyndi að segja þér það
þegar þú komst í kvöld.
Þér kann að finnast þetta
spennandi en ég er í rusli.
Ég hef ekkert mál.
Þetta er skólabókardæmi
um skiptan persónuleika.
Láttu mig bera vitni.
Hann er vitskertur.
Það get ég ekki.
Ég get ekki breytt málsvörn
í miðju réttarhaldi.
Dómarinn féllist
aldrei á það.
Auk þess er sérlega erfitt
að sanna geðbilun.
Mitt faglega álit?
Hann er ekki glæpamaður.
Hann er fársjúkt barn.
Hann situr í klefa og þar
á hann ekki heima.
Áttu aspirín?
Jæja, Connerman. Spyrðu
um þetta. -Um hvað?
Þess sem þig langaði
að spyrja um áður.
Ég skil þetta ekki,
Vail.
Hvernig geturðu varið einhvern
sem maður veit að gerði það?
Hvernig geturðu varið
þessa skítablesa?
Langaði þig ekki að spyrja
mig um það?
Þessar hæglátu spurningar,
allt það kjaftæði.
Hvernig geturðu það sem þú
gerir, er mergurinn málsins.
Þú heldur að það sé vegna
peninganna, er það ekki?
Peningarnir eru ljúfir.
Þeir eru afar ljúfir, Jack.
Veistu hvers ég spyr nýjan
skjólstæðing fyrst?
Hefurðu sparað fyrir
óvæntum útgjöldum?
Veistu hvað?
Nú er illt í efni.
Eða heldurðu að ég vilji sjá
mig á forsíðum tímarita?
1 5 sekúndur á skjánum?
Ég hef gaman af þessum
fjanda. Reglulega gaman.
En veistu hvað?
Það er ekki ástæðan.
Ferðu til Las Vegas?
-Já.
Ég fer ekki til Vegas.
Því heldurðu að ég
fari ekki?
Það er orðið áliðið, Marty.
Við ættum..
Því að spila um peninga þegar
hægt er að spila um líf manna?
Þetta var skrýtla.
Gott og vel.
Ég skal segja þér það.
Ég tel að maður sé saklaus
uns sekt hans er sönnuð.
Ég er þeirrar skoðunar
af því að ég trúi
á hið góða í manninum.
Ég kýs að trúa
að glæpir séu ekki einungis
framdir af illmennum.
Og ég reyni að skilja
að sumir ágætir menn
fremji ódæði.
Þegar ég vann
hjá Shaughnessy
vann ég illvirki..
ólögmætt.
Ég var
saksóknari þá.
Það sem ég gerði
fékk svo á mig að ég
hætti og gerðist
verjandi.
Í því felst að allir
telja mann ljúga
og því lofaði ég
sjálfum mér dálitlu.
Að ég lygi á öðrum vettvangi
en þeim opinbera.
Ef þú birtir orð af þessu
þá dreg ég þig fyrir rétt.
Gott og vel. Mér varð
á í messunni.
Viltu ný föt?
Ég kaupi föt handa þér.
Varð þér á í messunni?
Þú sagðir að sá þriðji hefði
gert það. Nú er hann fundinn.
Og sá fjórði og fimmti.
-Hvað hyggstu fyrir, Marty?
Ég klúðraði þessu herfilega.
Þú hafðir rétt
fyrir þér.
Hvernig færðu hann
sýknaðan?
Það veit ég ekki.
En Aaron framdi ekki morð
af ásettu ráði.
Hann stakk hann margoft.
-Ekki Aaron.
Ákæruvaldið þarf að sanna
ásetning til að fá mann
dæmdan fyrir glæp sem
dauðarefsing liggur við.
Roy hafði ásetning.
Aaron ekki.
En eina leiðin til að sanna
það er að bera við geðbilun
og það er ekki unnt í miðju
réttarhaldi að öllu óbreyttu.
Mér varð ef til vill á en ég
hafði ekki rangt fyrir mér.
Aaron er saklaus.
Það er Roy sem er sekur.
Strákurinn þarf ekki lögmann.
Hann þarfnast særingamanns.
Þú bullar, þú varst þar ekki.
Þú sást það ekki.
Pilturinn er sjúkur. Það hefur
alltaf verið níðst á honum.
Af föður hans.
Af presti hans.
Drengurinn verðskuldar
ekki að deyja.
Okkar starf er að sannfæra
kviðdóminn um það.
Hvernig förum við að því?
Með því að koma þessum
misnotkunarþætti að.
Spólan.
-Hvað um hana?
Þetta er brjálæði. Þá fá þau
ástæðu. -Svo kann að virðast
en í rauninni
fær þetta allt á sig
aðra mynd.
Hún sannar hvað Rushman
gerði við drenginn.
Við getum ekki lagt
hana fram, það veistu.
Það gerum við ekki.
Fjandinn sjálfur.
Þá það.
Hvern fjandann
ertu að gera?
Hver er þetta?
- Það veistu ofurvel.
Barleycorn, Marty. Strax.
-Janet.
Snotur klámmynd.
Úr safninu þínu?
Hvar fékkstu hana?
Stalstu henni af vettvangi?
-Ég veit ekkert um spóluna.
Þú ert svoddan lygalaupur.
Sé það á henni, sem þú segir,
þá léti ég þig aldrei fá hana.
Þannig fengirðu ástæðu. -Þú
varðst að láta mig fá hana.
Þú gast ekki lagt hana fram.
Kviðdómurinn fyrirliti þig
fyrir að vanvirða
minningu biskupsins.
Fáirðu mig til að sýna hana,
hvað sem ástæðunni líður,
þá er það ég sem verð
vonda kerlingin
og misnotaði drengstaulinn
þinn nýtur samúðar.
Heldurðu það?
-Ég hata þig.
Notaðu hana ekki.
Það hef ég ekki í hyggju.
Það venjulega, Stu.
-Ég veit.
En það vakir fleira fyrir þér.
-Það vakir ekkert fyrir mér.
Þú opnar dyr en þar er
tígrisdýr í felum.
Veistu hverjum gremdist ef þú
notaðir hana? Shaughnessy.
Fari hann fjandans til.
-Fari hann fjandans til?
Farðu fjandans til.
Ég þakka.
Sé þetta ekki ástæðan hver er
hún þá? -Ég hef ástæðu.
Jæja? Hver er hún?
Það færðu að vita.
Greindu kviðdóminum frá henni
fljótlega, tíminn er naumur.
Þú heldur að þú hafir
mig í vasanum.
Þú heldur,
af því að þú þekkir mig
eins vel og þú gerir,
að þú vitir
hvernig ég hugsa.
Ég veit hvernig þú
hugsar.
Veistu hvað ég
er að hugsa?
Hvað kom fyrir
andlitið á þér?
Ég rak það
í lyfjaskápinn.
Nei, Marty. Það var
stúlka á útleið.
Við ættum að koma hér seinna.
-Nú? Það á að fara að loka.
Eftir réttarhöldin.
Þegar við höfum engu
að tapa.
Hvernig getur tímaskyn þitt
verið svona gott í réttinum
en svona afleitt í lífinu?
Ég hugleiði það síðar.
Ég hata þig of mikið núna.
Þín bíður gestur.
Hérna kemur hún.
Ég tala við þig seinna.
Daginn.
Hvar er spólan?
Það er ljótt efni á henni.
-Já.
Hvern hefði órað
fyrir þessu?
Hvaðan kom hún?
Hún var við dyrnar hjá mér
í gærkvöldi. Engin skilaboð.
Vail?
-Hver annar?
Klækjarefurinn.
Hvað heldurðu að vaki
fyrir honum?
Það veit ég ekki.
-Enga lygi, Janet.
Þú þekkir kauða. Þú varst
að riðlast á honum.
Hvar er hún?
-Heima.
Ég vil ráða þér heilt.
Stefni hugur þinn hærra og
upp fyrir stöðu þína núna
skaltu taka töskuna þína,
halda rakleitt heim,
eyðileggja spóluna eins og ég
gerði og þú áttir að gera strax.
Heldurðu að Vail hafi
ekki annað eintak?
Heldurðu að það sé
ekkert frumeintak til?
Stampler er fyrir rétti,
ekki kaþólska kirkjan.
Guð hjálpi þér ef þú finnur
ekki aðra ástæðu handa honum.
Rísið úr sætum.
Setjist.
Ágæti saksóknari.
Ungfrú Venable.
Ákæruvaldið kallar
Thomas Goodman fyrir.
Andmæli, ágæti dómari.
Ákæruvaldið veit vel að Good-
man er rannsóknarmaður minn.
Samkvæmt vinnulöggjöfinni er
ekki hægt að þvinga hann
til að bera vitni.
Má ég ræða við dómarann?
-Heimilað.
Mér voru að berast gögn sem
vitnið getur borið kennsl á.
Því ræður hr. Vail.
Vilji hann ekki að
Goodman beri vitni
þá ber hann ekki vitni.
Ákveddu þig, hr. Vail.
Hefurðu nokkru sinni
komið heim til mín?
Þá á ég við blokkina.
-Að sögn.
Þú ert að rugla. Annaðhvort
komstu þangað eða ekki.
Að sögn kemur þar
hvergi við sögu.
Já, ég hef verið þar.
-Af hverju komstu þangað?
Ég var að afhenda dálítið.
-Frá hverjum?
Martin Vail.
Sendi hr. Vail þig
með pakka til mín?
Já.
-Hvað var í honum?
Myndbandsspóla.
Gæti þetta verið spólan
sem þú komst með frá Vail?
Já, það grunar mig.
Ákæruvaldið leggur þessa
spólu fram sem sönnunargagn.
Svo skal vera.
Skráðu hana, réttarvörður.
Hvar fékk Vail þessa spólu
ef um sömu spólu er að ræða?
Hann tók hana úr skáp
Rushmans erkibiskups.
Hann stal henni.
-Nei, hann fékk hana lánaða.
Þegar ég var búinn að fjöl-
falda hana skilaði ég henni.
Geturðu lýst því sem er
á spólunni?
Rushman erkibiskup er
að æfa ræðu
og síðan er
eins konar tækifærismynd.
-Tækifærismynd? Af hverju?
Af altarisdrengjum.
-Og?
Stúlku.
-Að gera hvað?
Var það einhvers konar
kennsla fyrir altarisdrengi?
Að hafa kynmök.
Þögn.
Klámmynd?
Já.
Hvernig víkur því við að þínu
mati að þessi spóla,
þessi klámmynd, var í skáp
erkibiskupsins
svo Vail fyndi hana þar?
Hann var leikstjórinn.
-Hver?
Rushman erkibiskup.
-Hljóð í réttarsalnum!
Var ákærði einn altaris-
drengjanna sem komu fram
í tækifærismynd
erkibiskupsins?
Já.
En kærastan hans?
Linda Forbes mun hún heita.
Já.
Virtist þér sem ákærði
hefði ánægju af
að koma fram í myndinni
með kærustunni sinni?
Nei, það hafði hann ekki.
Ég spyr þig ekki,
hr. Goodman,
hvort þú teljir okkur hafa
upplýst ástæðu í þessu.
Það ákveðum við sjálf
þegar við höfum séð
alla spóluna.
Engar frekari spurningar.
Vill verjandi
gagnspyrja?
Nei, ágæti dómari.
-Rétti er frestað.
Undirbúðu að sýna spóluna,
réttarvörður.
Þú mátt víkja,
hr. Goodman.
Þökk fyrir ráðlegginguna.
Vail sagði að hún
væri kærastan þín.
Já, hún var það.
-Hvernig kynntust þið?
Við vorum bæði á heimilinu.
Ég var altarisdrengur,
hún vann ýmis störffyrir
Rushman biskup. -Við hvað?
Svafstu hjá einhverjum
öðrum á sama tíma?
Nei.
-Gerði hún það?
Nei.
Nei, ég er enn hér.
Hvað?
Hr. Vail,
ertu tilbúinn að kveðja
fyrsta vitni þitt til?
Já, ágæti dómari. Verjandi
kallar til John Shaughnessy.
Ákæruvaldið andmælir.
Aldrei hefur verið bent
á Shaughnessy sem hugsanlegt
vitni.
Má ég ræða við þig,
ágæti dómari? -Já.
Líf skjólstæðings míns
er í húfi hér.
Hann hefur ætíð sagt að annar
hafi verið á vettvangi.
Heldurðu að Shaughnessy
geti staðfest það?
Stjórnarskráin mælir
svo fyrir um að kalla
megi til hvaða vitni sem er
til að vitna um sakleysi.
Það kemur skýrt fram
í sjötta viðbótarákvæðinu
og skipti einnig sköpum í máli
Bradys gegn Maryland.
Áttu sæti í stjórn svonefndrar
Rushman-stofnunar?
Ég nýt þeirra fríðinda
að vera heiðursfélagi.
Geturðu útskýrt í stuttu máli
hvert markmið hennar er?
Erkibiskupinn sálugi setti
Rushman-stofnunina á fót.
Markmið hennar er að fjárfesta
í þjóðþrifaverkefnum.
Myndi það eiga við
um byggingarfélagið sem er
gjaldþrota við South River?
Já.
Segðu réttinum hví hætt var
við þær framkvæmdir.
Kostnaðurinn olli
ágreiningi.
Var ekki einnig
ágreiningur
milli fjárfestanna og erki-
biskupsins sáluga?
Það man ég ekki.
Um hvaða fjárhæðir
var að ræða?
Hve mikið fé
var lagt
í framkvæmdirnar sem brugðust
við South River?
60 miljónir dala.
-Þögn.
60 miljónir dala.
Það er mikið fé.
Þið erkibiskup voruð
vinir í ein 20 ár.
Þið hafið því þekkst náið.
-Já.
Kom efni spólunnar þér
á óvart? -Já, vitaskuld.
Voru aldrei uppi ásakanir
gegn erkibiskupi þennan tíma?
Þess minnist ég ekki.
Nei, enda hefurðu verið ríkis-
saksóknari undanfarin 1 5 ár.
Og haft yfirumsjón með öllum
ákærum í Cook-sýslu þessi ár.
Einkum ákærum
gegn þekktum mönnum.
Hjá mér starfa 1 000 fremstu
saksóknarar í landinu.
Já, en sem ríkissaksóknara
þá féll í þinn hlut
að ákveða hverjir sættu
kæru og hverjir ekki. -Já.
Gott og vel.
Hverfum nú aftur í tímann.
Til júní 1 985.
Manstu eftir ásökunum
um kynferðislegt athæfi
gegn erkibiskupi um það leyti?
-Þess minnist ég ekki.
Manstu eftir ungum manni,
Michael O'Donnell að nafni,
sem leitaði til afbrota-
deildar embættis þíns?
Ég hef ekki hugmynd um
um hvað þú ert að tala.
Þetta veldur mér heilabrotum
því ég hef hér skjal í höndum
frá lögreglunni í Chicago.
Þar segir: Michael O'Donnell
ræddi við deildarstjórann
um hálfsmánaðar skeið
og lýsti fyrir honum þeirri
kynferðislegu misnotkun
sem hann mátti þola
af Rushman erkibiskupi.
Er ekki einnig rétt,
hr. ríkissaksóknari,
að þú ákvaðst að vinur þinn,
Rushman erkibiskup,
sætti ekki málshöfðun
vegna neins af þessu?
Þú áttir væna hönk
upp í bakið á honum, John.
Þér hlýtur að hafa gramist er
hann hætti við South River.
Hvað gerðist? Sagðist hann
ekki afbera það lengur?
Hann neitaði.
Þið fjárfestarnir
höfðuð 60 miljónir ástæðna
til að drepa hann.
Kvikindið þitt! -Nú er nóg
komið. Vitnið má fara.
Rétti er frestað.
Komdu að máli við mig, Vail.
Þetta var fyrir Joe Pinero,
skítalabbi.
Farðu að leita þér
að vinnu.
Ef þú heldur að þú getir
notað réttarsal minn
til að gera út um gamlar
sakir og hefna þín
þá skjátlast þér illilega.
Ég úrskurða framburð
Shaughnessy ógildan
og sekta þig um 1 0.000
dali fyrir vanvirðu.
Fæ ég þá ekki sanngjarna
málsmeðferð hjá þér?
Gættu þín nú, Vail.
Nú stendurðu ansi tæpt.
Gott og vel. Viltu að ég
stíli tékkann á þig, dómari?
Viltu að ég dæmi þig
frá málinu?
Þú ert með skrípalæti í rétt-
inum og það leyfi ég ekki.
Ég legg til að þú farir að
sinna skjólstæðingi þínum
og hættir að sinna
sjálfum þér.
Nei, mig langar að kanna
þetta nánar.
Ég er svo þreyttur.
-Já, ég veit.
Afhverju fær svona
á þig að ræða um Lindu?
Það fær ekkert á mig.
Gott og vel. Fyrirgefðu.
Láttu mig laga þetta.
Veistu hvað ég get gert með
þessu? -Ætti ég að vita það?
Hvað varstu lengi hjá Aaron
Stampler, Arrington læknir?
Um 60 tíma.
Að hverju komstu
í mati þínu?
Að Stampler þjáist af sterkri
félagslegri andúð,
einkum skiptum persónuleika.
-Andmæli, ágæti dómari.
Dr. Arrington greinir bara
frá niðurstöðum sínum.
Ágæti dómari.
-Lögmenn.
Ég veit hvað vakir fyrir þér.
-Hafið okkur afsökuð.
Vilji hann draga geðheilsu
skjólstæðings síns í efa..
Ég er að reyna að sýna fram
á minnistap, ágæti dómari.
Nei, hann er að segja hann
vitskertan. -Ertu að því?
Nei.
Ég leyfi þér að halda áfram
ef þú ferð afar varlega.
Fyllilega.
Gott og vel.
Hvar vorum við?
Gæti Aaron Stampler
hafa verið viðstaddur þegar
Rushman erkibiskup var myrtur
og ekki munað það?
-Já, það gæti hann.
Viltu útskýra það?
Líðan Stamplers var slík
þegar afbrotið var framið
að hann getur hafa verið við
vígið án þess að muna það.
Hvernig er það mögulegt?
Taugafræðilegar verkanir
sem gera slíkt mögulegt
mynduðust við misnotkun
sem faðir hans beitti hann.
Í varnarskyni skiptist
sálarlíf Aarons
og gerði honum kleift að mynda
tvo aðskilda persónuleika.
Ágæti dómari.
-Hr. Vail.
Ég sagði það ekki! -Þú hefur
fengið tvær viðvaranir.
Viltu endilega halda þessu
til streitu?
Ég legg til að þú íhugir
svar þitt vel og vandlega.
Ein spurning að lokum,
ágæti dómari.
Dr. Arrington.
Getur Aaron Stampler
framið morð að þínu mati?
Nei, hann hefur sætt alltof
miklum sálrænum áföllum
til að geta látið eðlilega
reiði í ljós.
Hann bælir slíkar kenndir.
Því skapaði hann Roy
sem getur framið slíkan glæp.
Andmæli, ágæti dómari.
-Nú er nóg komið, Vail.
Kviðdómurinn tekur ekki mark
á síðustu orðum vitnisins.
Viltu gagnspyrja, ákærandi?
-Hvort ég vil.
Þar sem þú gast um það, þrátt
fyrir fyrirmæli réttarins,
þá langar mig að vita
hvort skiptur persónuleiki
sé helsta sérsvið þitt?
Nei, það er ekki
helsta svið mitt.
Er afbrotasálarfræði
þitt sérsvið?
Nei, ég er taugasálfræðingur.
-Ég skil.
Þú hefur enga reynslu
af málaferlum
og ert þá fyrst og fremst
fræðimaður.
Þá fyrirgefurðu þessa
fræðilegu spurningu.
Ég er í bílnum mínum,
það er svínað á mér
og ég hugsa með mér:
Ég gæti drepið kauða. En ég
geri það ekki. -Vonandi ekki.
Við lendum í hremmingum
og er gert rangt til
en við búum samt ekki
til geðsjúklinga
til að vinna skítverkin
fyrir okkur, doktor?
Ég er ekki að gefa í skyn að
þú hafir skiptan persónuleika.
Ég tel að Stampler hafi hann.
-Já, við heyrðum það.
Þú sagðist einnig
hafa hitt..
Hvað hét hann aftur?
Roy. -Roy hvað?
Hann lét eftirnafns síns
ógetið. -Ég skil.
Sagðist þessi Roy hafa
myrt erkibiskupinn?
Vail var þá einn með honum
en ég kom inn skömmu síðar
og sá bæði Roy og umbreyt-
ingu hans í Aaron.
Gerðirðu upptöku
af því þegar..
Fyrirgefðu.
Ég get ekki vanist
nafni hans. -Roy.
Tókstu það upp?
Nei, það var slökkt
á tækinu. -Slökkt á því?
Þú hefur þá enga heimild
um það þegar hann birtist.
Nei.
Þekkir Aaron Stampler muninn
á réttu og röngu? -Já.
Hafi Aaron Stampler kálað
erkibiskupnum.. -Andmæli.
Hafi Aaron Stampler myrt
erkibiskupinn,
myndi hann þá vita að hann
framdi lögbrot? -Já,
en það var ekki Aaron
sem drap hann. -Já, ég veit.
Það var Roy.
Fleira er það ekki.
Engar frekari spurningar.
-Vitnið má víkja.
Viljirðu opna mál
ákæruvaldsins á ný
og kveðja til geðlækni ákæru-
valdsins þá heimila ég það.
Nei, þess gerist ekki
þörf, ágæti dómari.
Ég tel að þetta liggi
ljóst fyrir.
Ertu tilbúinn að halda
áfram, hr. Vail?
Viltu réttarhlé?
Roy.
Aaron.
Viltu segja frá sambandi þínu
við Rushman erkibiskup?
Hann gekk mér í föðurstað.
Mér þótti afar vænt um hann.
Af hverju þótti þér
vænt um hann? -Af hverju?
Hann bjargaði lífi mínu.
Hann var eina manneskjan
sem kom fram við mig eins og
ég væri einhvers virði.
Hættu að skæla, stelpa.
Vertu karlmenni.
Við höfum öll séð myndina
sem þú komst fram í.
Hvernig var þér
innanbrjósts?
Breytti það kenndum þínum
til Rushmans erkibiskups?
Nei.
Hann var valmenni.
Fannstu ekki til reiði
í hans garð út af þessu?
Hann gerði allt
fyrir mig.
Annað gat ég ekki gert fyrir
hann og hann þarfnaðist þess.
Þekkirðu einhvern Roy?
Nei.
Þú heyrðir hvað dr. Arrington
sagði um það sem við sáum.
Þar gerðist sitthvað
undarlegt, manstu?
Já, en ég man ekkert
eftir því.
Alls ekkert?
-Nei, herra.
Drapstu Rushman erkibiskup?
Nei, herra.
Það gerði ég ekki.
Þitt vitni.
Langar þig í vatnssopa,
Stampler?
Nei, frú.
-Ertu viss?
Já, frú.
Þökk fyrir.
Telurðu að erkibiskupinn
hafi gengið með grímur?
Fyrirgefðu.
Hvað sagðirðu?
Hagaði hann sér öðruvísi
opinberlega en í einrúmi?
Nei, það held ég ekki.
Strikaðirðu ekki undir orð
Hawthornes þess vegna?
Nei, ég strikaði ekki
undir neitt í bókinni.
Strikaðirðu ekki undir orðin?
-Nei, frú.
Skarstu ekki út táknin sem vís-
uðu til þeirra, á bringu hans?
Nei, frú.
Það gerði ég ekki.
Ég sagði þér..
-Þú unnir honum.
Þú unnir honum sem föður
þótt hann hafi látið þig
og kærustuna þína
fremja lítillækkandi
athæfi sér til unaðar.
Þú skilur ekki.
Hann..
Annars gat hann ekki losnað
við ára sína. Hann þurfti..
Hann þurfti að fá úr honum.
Það var hann að gera.
Þess vegna þurfti hann
á þér að halda.
Að leika sirkusdýr. Það var
verkefni þitt í lífi hans.
Ég spyr þig vafningalaust
því ég er þreytt
og hef fengið meira en nóg
af þessum viðbjóði.
Ég vil komast heim,
þvo mér um hendurnar
og gleyma öllu um ykkur
Rushman erkibiskup.
Neyddi erkibiskupinn þig,
kærustuna þína og fleiri
til kynmaka
meðan hann horfði á?
Já eða nei?
Já, en..
Hann neyddi þig
til þess og hótaði
að reka þig af heimilinu
á götuna
þar sem engin hlýja er,
ekkert vatn, enginn matur!
Hann stillti þér upp framan
við myndavél, lét þig afklæðast
en samt heldurðu ekki
að önnur hlið sé til.
Önnur ásjóna manns sem við
töldum okkur þekkja?
Veistu hvað ég myndi gera við
slíkan mann? Ég dræpi hann.
Ég styngi hann 78 sinnum
með slátrarahníf,
ég hyggi fingurna af honum,
ég skæri hann á háls,
ég skæri út tölur
á bringuna á honum,
ég styngi úr honum augun!
Það get ég svarið.
En þannig er mér farið.
Engar frekari spurningar.
Hvert ertu eiginlega
að fara? -Hvað sagðirðu?
Horfðu á mig þegar ég tala
til þín, tæfan þín!
Hr. Stampler.
-Farðu til fjandans, kona.
Réttarvörður.
Viltu láta skerast
í odda?
Komirðu lengra þá brýt ég
á henni helvítis hálsinn.
Komdu hingað, Roy.
-Ég er farinn héðan.
Láttu ekki hvarfla að þér
að kveikja í sígarettu.
Hvernig ertu í hálsinum?
Ég lifi.
-Ég gæti kallað á lækni.
Shaughnessy var að hringja
í mig til að tjá mér
að enginn formgalli sé á þessu
eins og hann ráði því.
Ég trúi varla að skíthællinn
hafi þorað að hringja.
Það sem skiptir mig máli
er þitt álit.
Málflutningur þinn farið
eitthvað úr skorðum.
Ég lýsi yfir formgalla
af sanngirni við ákæruvaldið
hvað sem Shaughnessy og Vail
finnst ef þú vilt það.
Ákæruvaldið vill ekki að réttað
verði í málinu þótt unnt sé
en það gengur ekki.
Ég sinni því ekki.
Og ég tel mig geta fullyrt
að enginn starfsmanna
saksóknaraembættisins
hefur áhuga á því.
Þú ræður þessu.
Ég vísa kviðdómi frá og læt
dómara útkljá málið
þar sem lýst er yfir sakleysi
vegna geðbilunar.
Sammála?
-Já.
Ákærði vistast á Elgin-hælið
og fer í mat sem stendur í mánuð.
Við látum þá ákvarða
skilmála vistunarinnar.
Sættið þið ykkur við það?
-Hann losnar eftir mánuð.
Vektu athygli þingsins
á því, ungfrú Venable.
Ég er farin heim.
Ágæti dómari.
Nei, ég endurgreiði þér ekki
vanvirðusektina, Vail.
Ef þú hyggst fá skjólstæðing
sýknaðan vegna geðbilunar,
þá heldurðu slíkri
vörn uppi
eða ég læt svifta þig
málflutningsréttindum.
Er allt í lagi?
Er allt í lagi með mig?
Sýnist þér það?
Geðsjúklingur réðst á mig, ég
tapaði málinu, er atvinnulaus.
Nei, Marty. Mér líður ekki
sérlega vel. En þú vannst,
réttlætinu var fullnægt
og hvern varðar um annað?
Til hamingju.
Þú vissir það,
var það ekki?
Þú vissir að ef ég þjarmaði
að honum þá myndi hann ærast.
Ég vissi að hann kæmi út
ef honum yrði ógnað.
Og hver hentaði betur
til þess en ég?
Þú notaðir mig.
Já, ég átti einskis úrkosti.
Hvað notaði ég eiginlega
sem var svona ægilegt?
Ég vissi að þú ynnir
þitt starf.
Ég vissi að þú byðir
Shaughnessy birginn..
Ég vissi að þú myndir
reyna að vinna málið.
Hvað er að því?
-Ég missti vinnuna.
Ágætt. Þú áttir að vera
löngu farin.
Því telurðu þig alltaf vita
hvað mér er fyrir bestu?
Ég er svo hrokafullur.
Ég er afar hrokafullur.
Viltu dansa?
-Nei.
Ertu viss?
-Já.
Þú þarft bara að snúa
þér við.
Gerðu það.
-Nei.
Ég þarf að hitta
skjólstæðinginn.
Mig langar að vera
í einrúmi með honum.
Ertu viss?
-Já.
Er allt í lagi?
Ég finn til í höfðinu.
Manstu ekki eftir því
sem gerðist?
Ég missti
tímaskynið aftur.
Ég færi góðar fréttir.
Það var samþykkt að stöðva
réttarhaldið.
Þú verður sendur
á spítala
og færð þá hjálp
sem þú þarfnast.
Það eru dágóðar líkur á
að þú losnir fljótlega.
Ég trúi þessu ekki.
Ég er alveg orðlaus.
-Það gerir ekkert til.
Ég vissi jafnskjótt
og þú komst í klefann
til mín að allt færi vel.
Þú bjargaðir lífi mínu.
Ég verð að drífa mig.
Hvenær hitti ég
þig aftur?
Það fer allt eftir
dómstólunum.
En kvíddu engu, Aaron.
Ég fylgist með málinu.
Þakka þér fyrir.
Hringdu ef þú þarft.
-Ég geri það.
Hr. Vail?
-Já.
Viltu segja ungfrú Venable
að ég harmi þetta.
Vonandi er hún jafngóð
í hálsinum. -Já.
Hvað varstu að segja?
Þú sagðist ekkert muna
þegar þú misstir meðvitund.
Hvernig veistu þá
um hálsinn á henni.
Vel af sér vikið,
Marty.
Ég ætlaði að láta
það eiga sig.
Þú varst svo hróðugur
að mér fannst..
En satt að segja er ég feginn
að þú áttaðir þig á því,
því mig dauðlangaði
að segja þér það.
Ég vissi ekki hvort þú vildir
heyra það frá Aaron eða Roy.
Nú skal ég segja þér
dálítið leyndarmál.
Trúnaðarmál lögmanns
og skjólstæðings, þú skilur.
Það breytir engu hvor segir
þér það. Það er sama sagan.
Ég neyddist til að stúta
Lindu, hr. Vail.
Dækjan fékk það sem hún
átti skilið.
En að skera helvítið hann
Rushman í tætlur..
Það var fjárans listaverk.
Þú ert reglulega kræfur.
-Já, en samt náðist ég.
Það var þá aldrei
neinn Roy.
Drottinn minn dýri, Marty.
Ef þú heldur það
þá veldurðu mér miklum
vonbrigðum, það máttu vita.
Það var aldrei neinn
Aaron, lögmaður.
Ég hélt að þú hefðir áttað
þig á því í lokin.
Það var snilld að láta
mig bera vitni, Marty.
Og allt heila klabbið.
Vertu karlmenni. .
Ég vissi upp á hár hvers þú
væntir. Það minnti á dans.
Vörður.
-Láttu ekki svona, Marty.
Okkur tókst það, lagsi!
Okkur tókst það!
Við erum frábært teymi,
við tveir.
Heldurðu að ég hefði getað
þetta án þín?
Þú ert gramur af því að þér
var orðið annt um Aaron litla.
Það get ég skilið.
En ástin særir, Marty.
Hvað get ég sagt?
Ég er bara að gantast, vinur.
Ég ætlaði ekki að særa þig.
Hvað annað gat ég gert?
Þú átt eftir að þakka mér
þótt síðar verði.
því þetta herðir þig,
Martin Vail.
Heyrirðu það?
Það fullyrði ég.
Íslenskur texti:
Páll Heiðar Jónsson
ICELANDIC