Tip:
Highlight text to annotate it
X
Jæja?
Seifur...
Konungur grísku guðanna.
Skrifaðu í öskuna,
svo ég geti spáð í framtíðina.
Ég sé... voldugt tré
á hjara veraldar.
Og á greinum þess hanga
kúpa og reyfi hrúts.
Gljándi og skínandi, því þau eru
verðlaun guðanna. Gullið reyfi.
Það er enginn tími fyrir gátur.
Segðu mér frá kvöldinu í kvöld.
Pelías, í kvöld muntu sigra
konungsríkið Þessalóníu.
Þú munt drepa Aristo konung,
og bera kórónu hans.
Allt þetta muntu gera óttalaust,
því þannig mælir Seifur um.
Ef að Seifur verndar mig,
þarf ég ekki á þessu að halda.
Ég færi það guðunum að fórn.
Því er einnig spáð, að þó að þú
ávinnir þér kórónu Aristos -
- munir þú, þegar Seifur mælir svo,
tapa henni til barns Aristos.
- Þá mun Aristo engin börn eiga.
- Hann á þrjú.
Tvær dætur, Pílómelu og
Bríses, og son, Jason.
Þau munu deyja
ásamt föður sínum í kvöld.
Hera, drottning guðanna, verndaðu
barnið, systur mína, Fílamelu.
Og sé ég, Bríses, þess verðug,
verndaðu mig líka.
- Ert þú dóttir Aristos?
- Þögn! Hún er að biðja.
Fyrir systur sinni, og föður
sínum, Aristo, sem var myrtur.
- Ert þú hofgyðja?
- Ég þjóna guðunum.
- Hefur Bríses ákallað Heru?
- Það hefur hún.
- Hefur gyðjan heyrt bænir hennar?
- Já.
Biddu þá fyrir mér.
- Það er vilji Seifs.
- Nei, það er þinn vilji.
Seifur hefur gefið þér konungsríki.
Héðan í frá ertu einn.
Guðirnir yfirgefa þig.
Maður mun koma á einum sandala.
- Og enginn guð mun vernda þig.
- Maður á einum sandala?
Barnið sem slapp undan.
Jason.
Því var mér ekki sagður
allur spádómurinn?
Því lét Seifur mig drepa hana,
þegar aðeins þurfti að drepa Jason?
Seifur fær menn ekki til gerða
sem þinna. Það gera menn sjálfir.
Til að guðirnir þekki þá, og til að
mennirnir skilji sjálfa sig.
Að drepa Jason hjálpar þér ekki.
Drepirðu hann drepur þú sjálfan þig.
Seifur, eiginmaður minn, skipaðir
þú fyrir um vanhelgun á hofi mínu?
Það var Pelías. Hann var ekki
ánægður með að vinna Þessalíu.
Hann reyndi að komast hjá því
að missa hana eins og ég mælti um.
Ég veit að þér er misboðið.
En vertu þolinmóð.
Drengurinn, Jason, mun hefna þín.
- Hvernig?
- Ég sé ekki um smáatriði.
Og vegna þess var ung stúlka myrt,
og hof mitt vanhelgað.
- Ég vil hjálpa Jason.
- Nei. Þú getur hjálpað Fílamelu.
- Hitt er karlmannsverk.
- Nei, ég vil hjálpa Jason.
Verði þér að ósk þinni.
Hversu oft ákallaði Bríses
þig með nafni?
- Fimm sinnum.
- Hjálpaðu bróðurnum fimm sinnum.
Fimm sinnum máttu hjálpa honum
að steypa Pelías af stalli.
Það eru mín lokaorð.
20 ár munu líða þar til Jason er
fullorðinn. Andartak á Ólympus.
En 20 löng ár fyrir Pelías konung.
Varlega þræðir hann
vegi Þessalíu.
Já, Pelías. Mörg ár hafa liðið
í bið þinni eftir manninum -
- sem kemur til að drepa þig.
Maðurinn á einum sandala.
- Ég á þér líf mitt að launa.
- Þetta var gott vað.
- En ég týndi öðrum sandalanum.
- Á hvaða leið ert þú?
- Til kunungshallarinnar.
- Pelíasar?
- Pelíasar konungs Þessalóníu.
- Þá get ég hjálpað þér áleiðis.
En fyrst verður þú að þiggja
gestrisni búða minna.
Fáðu þér sæti.
- Þú hefur ekki sagt til nafns.
- Ég er Jason,
konungur Þessalóníu.
Mér var bjargað,
og ég var alinn upp í útlegð.
- Nú kem ég að krefjast ríkis míns.
- Ég hef beðið þín í 20 ár.
Pelías hefur breytt ríki mínu -
- úr því að vera stolt Grikklands,
í grimmt og illt ríki.
Þegar faðir þinn tapaði ríki sínu
barðist enginn maður eins og ég.
Í þetta sinn er bardagi ekki nóg.
Ég get fundið Pelías og drepið hann.
En fólkið þarf ekki bara leiðtoga.
Því finnst það yfirgefið af guðunum.
Fólkið þarfnast kraftaverks.
Ég hef heyrt um tré, og gullið
reyfi sem hangir í greinum þess.
Þetta hef ég líka heyrt. Og fleiri.
Þeir segja það sé gjöf guðanna.
Það hefur lækningamátt, færir frið,
og bjargar frá hungursneyð.
Ef ég kæmi með það til Þessalóníu
myndi það hvetja fólkið -
og þurrka út margra ára harðríki.
Land mitt yrði eins ríkt og það var
áður en Pelías myrti föður minn.
Jason, hlýddu ráði mínu.
Leitaðu að gullna reyfinu.
Láttu Pelías ekki vita af þér.
Byggðu skip, finndu áhöfn.
Þegar þú hefur fundið reyfið -
- þá, og ekki fyrr,
snýrðu aftur og drepur Pelías.
Og nú skalt þú hvílast. Félagar
mínir eru í í þinni þjónustu.
Faðir minn, því léstu hann lifa?
Drepi ég hann, Akastos,
er úti um mig.
Á meðan hann leitar reyfisins
er hann á hjara veraldar.
- Og ég er öruggur.
- Og finni hann það?
Þú verður þar líka.
Kemur þú að ákalla guðina, Jason?
Væri svo, hefði ég ekki kosið
þann sem liggur.
Þetta er bara stytta.
Stundum eru guðirnir ósáttir.
Stormar geysa. Hof hrynja.
- Hermes...
- Já?
Nei, ég sagði að styttan
væri af guðinum Hermes.
Ó, já. Hann færir drauma,
og reikar um í nóttinni.
Jason...
Enginn maður getur sagt þér
hvernig þú finnur reyfið.
Er ekki tími að spyrja guðina?
Þeir svara ekki hinum trúuðu.
Myndu þeir svara trúleysingja?
- Fylgdu mér.
- Því þá?
Svo þú munir trúa.
Og þú fáir svar.
Þú vinnur, herra minn.
Bardagann, en ekki stríðið.
Þessi siglingaleið er of grunn
fyrir galeiður.
Hera, þú verður að læra
að vinna án þess að svindla.
Eða allavega að tapa með reisn.
- Komdu sæll, Hermes.
- Komdu sæll, Seifur, drottinn minn.
- Það virðist vanta eitt stykki.
- Kannski get ég hjálpað.
Velkominn á Ólympusfjall.
Loksins kemur Jason
á Ólympusfjall.
Enginn maður ákallar guðina
nema hann vilji eitthvað.
Við fengum þig hingað.
Ég hélt ekki að dauðlegir
gætu beðið guðina um hjálp.
- Hvað þá heimsótt þá.
- Þú ert alla vega hreinskilinn.
Sem er meira en segja má um
flesta menn. Hvers óskar þú?
- Skips? Áhafnar?
- Nei, það get ég útvegað sjálfur.
- Hvað muntu nota í stað gulls?
- Hjörtu mannanna.
Ég er Hera,
ég vernda þig á ferð þinni.
En Seifur hefur takmarkað það
hversu oft ég má hjálpa þér.
Segðu ekkert. Ég veit spurninguna.
Er gullna reyfið til,
og hvar er það?
- Það eru tvær spurningar.
- Ég gef þér aðeins eitt svar.
- Leitaðu Kolkis.
- Það er þá til.
En Kolkis er á hjara veraldar.
Enginn Grikki hefur siglt þangað.
Nú, eftir að heyra þetta, ertu viss
að þú þarfnist ekki hjálpar minnar?
Hugsaðu þig vel um.
Ég bauð honum
skip. Skip og áhöfn.
- Og hann hafnaði mér.
- Hafnaði hjálp guðanna?
Hvaða skip getur siglt svo langt?
Hvaða áhöfn er nógu hugrökk?
Ég mun segja smiðunum að
verðmætur farmur bíði í Kolkis.
Að ekkert nema sterkasta skip sem
byggt hefur verið komist þangað.
Íþróttamenn Grikklands eru stoltir.
Aðeins hinir bestu munu fylgja mér.
Ég mun kunngera leikina.
Bjóða þeim sterkustu í Grikklandi.
Aldrei verða haldnir betri leikir.
Nema guðunum sýnist svo.
Ég gerði rétt þegar ég valdi þig.
Guðunum er mesta hjálpin í þeim
sem síst vilja hjálp þeirra.
Velkominn, Polýdevkes.
Kastor frá Spörtu.
Akastos frá Þessalóníu.
Vel gert.
Palerus frá Aþenu,
besti bogmaður Grikkja.
Evfemos frá Tenarum.
Spíro, frá Sýrakúsu.
- Herkúles!
- Hann er hér!
Ég ætla mér að sigla með þér.
Segðu mér hvern ég á að sigra.
Engann. Þú ræður við þá alla.
Herkúles... já.
- Herkúles?
- Yes?
Ég er Hýlas. Ég kom of seint
til að taka þátt í leikjunum.
En geti ég sigrað þig í einhverju,
verður Jason að taka mig með.
Hann gæti jú þurft á gáfum
að halda, jafnt sem kröftum.
Eigum við að keppa?
Í kringlu?
Komdu þá.
Sérðu þennan klett?
Enginn hefur kastað svo langt.
Á að kasta í hann,
eða yfir hann?
- Þú nærð ekki hálfa leið.
- Þú fyrst.
Ég hef aldrei kastað kringlu. Mig
langar að sjá hvernig það er gert.
Látið Hýlas njóta sigursins.
- Þú kemur með okkur.
- Heill þér, Hýlas.
Ég hef fundið hina bestu áhöfn, nú
vantar okkur skip hennar vert.
- Argos? Argos?
- Halló?
- Ert þetta þú, Argos?
- Hver er þar?
- Þetta er Jason.
- Komdu um borð.
- Svo þú snerir aftur.
- Þetta er gott skip.
Já. Þetta er gott skip.
Tilbúið að sigla.
Við eigum eftir að skíra það. Ég
mun kalla það Argó eftir smiðnum.
Argó?
Eftir að þú sérð styttuna gætir
þú skipt um skoðun. Þessa leið.
- Er þetta stefnið?
- Skuturinn.
En hún á að vaka yfir
því sem framundan er.
Ég get ekkert við því gert.
Eitthvað fékk mig til þessa.
Hera, drottning guðanna.
- Hvað?
- Ekkert.
- Þér er sama þó hún sé hér?
- Já.
Mér líka. Mér finnst eins og
vakað sé yfir okkur.
- Hvenær siglum við?
- Á morgun.
- Ekki sóa því.
- Það skiptir engu.
Leyfið honum að hvílast. Við þurfum
vatn. Þrír sopar á dag nægja ekki.
- Fylgdu ráði mínu. Aftur til Íkos.
- Við töpum fimm daga siglingu.
Við höfum ekki nóg vatn í þann
tíma sem þarf til að sigla til Íkos.
Engar áhyggjur. Hann hlustar ekki á
mig. Bara hann hlustaði á einhvern.
Enn að kvarta?
Sjómenn kvarta alltaf.
Þeir hafa eitthvað að kvarta yfir
Ekkert vatn. Blöðrur á höndunum.
Þeir ættu að nota saltvatn.
Það herðir húðina.
Sinntu þeim. Ég skal stýra.
Hera... þú sagðir að þú myndir
hjálpa mér nokkrum sinnum.
- Þú sagðir mér frá Kolkis.
- Og ég varpaði Pelías af hestinum.
Pelías?
Svo það var Pelías konungur.
Ég veit hvað þig vantar.
Dragðu upp segl og stefndu norður.
Þið komið til Bronseyjar
á hádegi.
- Ég hef aldrei heyrt um hana.
- Það hefur enginn dauðlegur.
Hefestos bjó þar, og smíðaði
vopn handa Seifi.
Óttastu ekki. Hefestos er farinn.
Ég sé til þess að þið komist,
en hlustaðu vel eftir.
Taktu hjálminn.
Dragðu upp segl!
Við náum landi á hádegi.
Þá getið þið etið fylli ykkar.
Við getum tekið mat og vatn,
en ekkert annað.
Ekkert annað.
- Konur meðtaldar?
- Já.
Sjái ég stúlku með þrýstin læri og
hlýtt hjarta, stöðvar mig enginn.
- Talos gerir það.
- Er hann bardagamaður?
Ég nefndi engan mann. Mat og
vatn, Herkúles. Ekkert annað.
Jason, hver sagði þér af eyjunni?
Gyðjan Hera.
Snúið á bakborða.
Rólega.
Heftið seglin.
Á land í matar- og vatnsleit.
- Geitur, sjómenn góðir.
- Geitur?
- Hvað viltu með geitur?
- Sumir eru svangir og þyrstir.
Svona nú.
Hérna er ein í pottinn.
Herkúles!
- Er hann ekki Títani?
- Gæti verið. Nógu er hann stór.
Minntist Jason ekki á Talos?
Hefestos mótaði styttur af
guðunum hérna.
Og setti þær upp, svo
allir gætu séð.
Herkúles...
- Þetta er fjársjóðsgeymsla!
- Fjársjóðsgeymsla guðanna!
Sjáðu þetta.
Og þetta! Perla.
- Þetta er spjót!
- Í skartgripaskríni?
Þetta er brjóstnál.
Þetta er nytsamt vopn.
Förum aftur til skips.
- Herkúles...
- Hvað?
Þú ættir að skila þessu.
Mundu hvað Jason sagði.
Þess verður ekki saknað.
Gæti guðirnir þess ekki,
vilja þeir það greinilega ekki.
Hlýtur að hafa verið vindurinn.
- Sástu þá ekki eftir það?
- Kannski fann Herkúles konu?
Talos!
Snúið við!
Snúið við!
Ég varaði þig við. Herkúles á sök á
þessu. Talos reynir að drepa ykkur.
- Hvernig vinn ég á honum?
- Sóaðu ekki gjöfum guðanna.
Vopn okkar kom að engu gagni.
Ég endurtek spurninguna.
Þá verð ég að svara.
Notið gáfur ykkar.
- Horfðu á ökkla hans.
- Ökklana?
Ég get ekki sagt neitt annað.
- Jason!
- Þú óhlýðnaðist
fyrirmælum mínum.
Lokkið hann hingað. Haldið
fjarlægð. Ég fel mig hér, Akastos.
Ég geri mitt besta til að
senda hann til þín, Jason.
Gættu þín á fæti hans!
Hýlas!
Herkúles, þú skildir eftir...
- Og?
- Við leituðum, Argos.
- Og ég skal leita betur.
- Hýlas var með okkur. Hann hljóp.
- Síðan hvarf hann.
- Hann gæti hafa meiðst.
Eins og Palínúros.
Við þurftum að bera hann um borð.
Herkúles, Hýlas er látinn.
Það var vilji guðanna.
Drengur deyr
vegna mistaka minna?
Ég hefði átt að vera hjá honum.
Leitið til myrkurs.
Við siglum ekki fyrr en þá.
Sigldu þegar þú vilt. Ég fer ekki
frá eyjunni fyrr en Hýlas finnst.
Jason, skilur þú Herkúles eftir,
okkar besta mann?
- Ég sigli ekki án hans.
- Né ég.
Ekki heldur ég!
Komið með mér.
Er einhver maður hér,
sem ekki hlýðnast guðunum?
Við gerum eins og gyðjan Hera
mælir fyrir. Mæli hún til okkar.
Þetta er síðasta tækifærið, Jason.
Síðasta skiptið sem ég hjáIpa þér.
- Ég skil.
- Þá vitið þetta. Hýlas er látinn.
Herkúlesi er ekki ætlað að
sigla lengra með Argó.
- Seifur ætlar honum annað.
- Og við, Hera?
Siglið til Frigíu. Finnið þar
Fíneos, þann blindaða.
Aðeins hann getur hjáIpað ykkur.
Drögum upp segl.
Svona, allir á sinn stað.
Svona, allir á sinn stað.
Seifur, ég var syndari.
Ég neita því ekki.
En ég syndgaði ekki dag hvern.
Því refsar þú mér daglega?
Hvað í guðanna nafni
er þetta?
Jason!
- Ert þú Fíneos?
- Já.
Taktu um handlegg minn,
ég sé ekki þinn. Ekki hörfa.
Seifur gaf mér spádómsgáfu, en ég
misnotaði hana, og var blindaður.
Seifur skipaði Harpýjunum
að pína mig.
Jason, hlustaðu á mig.
Guðirnir hafa sagt mér að segja
þér það sem þú vilt vita.
Guðirnir hafa gengið of langt.
Þeir geta refsað manni svo mikið,
að einn daginn afneitar maður þeim.
Og hann segir, "Allt í lagi, Seifur,
láttu jörðina gleypa mig. "
Ég mana þig!
Urraðu að vild, Seifur,
mér er alvara.
Jason, ég segi þér það sem þú vilt,
ef þú mætir kröfum mínum.
- Hverjar eru þær?
- Frelsaðu mig frá Harpýjunum.
Hafi Seifur sent þær til að plaga
hann, getum við ekkert gert.
- Ég krefst þess.
- Við gerum eins og þú vilt.
Við gerum þig að herra yfir
Harpýjunum.
Takið reipin!
Núna!
Kastor, Faleros!
Finnið timbur til að byggja búr.
Hérna, svangi vinur. Stór fiskur
handa þér, og meira vín.
- Nú höfum við gert okkar.
- Hvað viljið þið vita?
- Leiðina til Kolkis.
- Hún liggur á milli Skellidranga.
Stefnið norðvestur, og þið komið
þangað eftir fimm daga.
Stefnið norðaustur eftir Drangana
Þá komið þið til Kolkis.
- En hvaða guðir vernda ykkur?
- Engir, núna.
- Þið komist aldrei
gegnum drangana.
- Hvernig eru þeir?
Það segir sig sjálft,
er það ekki?
Þetta eitt get ég gefið ykkur.
Það er ekki mikið fyrir það sem
þið gerðuð, en allt sem ég á.
Getir þú ekki sagt okkur fleira,
kveðjum við.
Guðirnir miskunni sig yfir ykkur.
Fíneos, hér eftir éta þær
leifarnar þínar.
Verði þér að góðu.
Hér er grunnt.
Rólega.
Róið varlega.
- Allir, hvílið!
- Allir, hvílið!
Þetta er þröngt sund.
En hvað óttaðist Fíneos?
- Þetta virðist lygnt.
- Of lygnt. Akastos!
Ég þekki duttlunga sjávarguðsins.
Flestir þeirra eru hættulegir.
Akastos, hlustaðu eftir.
Þið hinir, verið tilbúnir að róa.
Rólega. Sparið kraftana.
Gætu þurft þá seinna.
Skip framundan! Skip framundan!
Þarna er það. Það virðist ekki
eiga í miklum erfiðleikum.
- Heil skipsáhöfn.
- Og Lýnkevs.
Það var ekki unnt að bjarga honum.
Ekki í þessum öldugangi.
- Förum við í gegn?
- Já.
En...
Allt í lagi, í gegn.
Hver maður á sinn stað.
- Nú er ekki aftur snúið.
- Nei, Akastos, ekki í þessari ferð.
Trommuslagari!
Berðu taktinn!
En hafðu hann hægan!
Guðirnir vilja skemmtun.
- Jason gengur of langt.
- Því hann segir satt?
Snúið við, við erum í gildru.
- Í gildru, Hera.
- Nú á ég aðeins einn leik eftir.
- Biddu til guðanna, Jason.
- Guðir Grikklands eru grimmir.
Þar kemur að allir menn munu
læra að lifa án þeirra!
Róið!
Farðu aftur á þinn stað.
Róið! Róið þar til hjörtun springa,
róið baki brotnu.
Róið! Róið!
Haldið áralaginu!
Jason dirfðist að tala um endalok
guðanna, en þú lætur hann lifa.
Ef ég refsaði fyrir hvert guðlast,
tapaði ég allri tryggð og virðingu.
Þú ert guð margra, en
þú ert ekkert án trúar þeirra.
Þú skilur það, en
þó ertu áfram hjá mér?
4- Er það veiklyndi, herra minn?
- Ekki veiklyndi, næstum mannlegt.
Guðinum sem bjargaði
okkur erum við
þakklátir. Hinir voru óheppnari.
Hvað er þetta?
- Hver ert þú?
- Skip þitt sökk.
Við fundum aðeins tvo aðra.
Það er hugsað um þá.
- Hvenær siglduð þið frá Kolkis?
- Í dögun í morgun.
Í dögun?
Þá er ferð okkar nærri á enda.
- Hvaðan komið þið?
- Frá Þessalóníu.
Það er á hjara veraldar.
Þú líkist ekki kaupmanni.
- Skip ykkar er bardagaskip.
- Heimska væri að sigla vopnlaus.
Okkur heyrist að konungur ykkar,
Eetes, óttist guðina.
Guðirnir sendu okkur. En ég
vil tala við hann einn, með friði.
Svara nú minni spurningu.
Hvað var skip þitt að gera hér?
Við vildum færa guðunum fórn.
Til að gera sundið öruggt.
Guðir okkar hafa verið reiðir,
er eru ekki eins máttugir og ykkar.
- Ert þú hofgyðja?
- Ég þjóna í hofi Hecate.
Dansari.
Er Hekatos guð Kolkisbúa?
Ég heyrði þeir dýrkuðu óvenjulegt
goð. Hrútsreyfi.
Reyfið er úr gulli.
Gjöf guðanna.
Það færði okkur frið og velsæld.
Á morgun setjum við þig á land.
Kannski sýnirðu mér borgina.
- Segðu mér nú nafn þitt.
- Medea.
- Hver ert þú?
- Nafn mitt erJason.
Eftir nokkra tíma sjáum við Kolkis.
Ég sigli inn að næturlagi.
- Ég vil engin vandræði.
- Það verða engin.
- Hvenær gerum við árás?
- Við gerum enga árás.
En þú hefur góða bardagamenn.
- 40 bardagamenn gegn heilli þjóð?
- Frekar 40 en einn.
- Við erum ekki sjóræningjar.
- Ertu ekki bardagamaður?
Ég fer einn og athuga aðstæður.
Til að sjá hvernig landið liggur?
Því tekurðu ekki nokkra menn með?
Því færri sem fara, því færri verða
teknir höndum. Fæstir eru?
- Einn.
- Einmitt. Ég fer að ráðum þínum.
Eftir að sigla saman svona langt,
getum við sagt hugi okkar.
- Hvað liggur þér á hjarta?
- Við fikrum okkur upp eftir ánni.
Gerum áhlaup á verðina og grípum
reyfið. Förum áður en þeir vita af.
Árás að næturlagi? Og í myrkrinu
mun maður deyja. Ég.
Spjót í bakið. Grískt spjót,
Akastos. Kannski þitt.
- Þetta verður þér að bana, Jason.
- Haltu þig frá mér.
Efemos!
Það er Efemos. Hann er dáinn.
Sjáið. Skorið og blóðugt.
Akastos hlýtur að vera
á sjávarbotni.
- Dragið upp seglin!
- Og Efemos?
Hafið var ríki hans þegar hann
lifði. Geymi það lík hans núna.
Dragið upp seglin! Upp með seglin!
Þú ert særður.
Í Kolkis vex blóm sem
græðir og linar sársauka.
Ég sýni þér það á morgun.
- Hvað kallið þið þetta blóm?
- Það spratt af blóði Prómeþeusar.
Það hefur verið notað gegnum árin
vegna lækningamáttar þess.
Sólin er komin hátt á loft. Af stað.
Fylgið veginum í austur.
Ég fer aðra leið.
Gyðjan Hekate hefur mælt.
Í dag verður einn á meðal okkar
frá hjara veraldar.
Nafn hans er Jason. Þeir sem hann
spyr til vegar munu segja þetta:
Eetes, konungur Kolkis,
bíður hans í hofi Hekate.
Og það er það eina sem nokkur
maður mun segja við hann.
Stígðu fram, Jason.
Þú hefur hjálpað okkur öllum
Í kvöld skulum við fagna.
Við vitum af hetjudáð þinni.
Komdu með félaga þína í höll mína.
Þakka þér, herra minn.
En ég skil þetta ekki.
- Medea?
- Velkominn til Kolkis.
- Fyrir Jason og Argóförum!
- Jason og Argófarar!
Segðu mér, því kemur þú hingað?
- Með friði.
- Ég spurði hví, ekki hvernig.
- Hversu marga menn hefur þú?
- Nóg.
Og þú ógnar okkur ekki? Þeir sem
koma með svikum enda í dauða.
Ég veit þú kemur eftir reyfinu.
Munt stela því, ef þörf krefur.
Við látum gjöf guðanna ekki
frá okkur. Hún færði Kolkis auð.
Að láta hana af hendi myndi
valda eyðileggingu lands okkar.
Við getum ekki boðið
ykkur velkomna,
þið fáið það sem þið eigið skilið.
Sem þjófar, sjóræningjar,
morðingjar.
Við þökkum einum manni.
Þeim sem að kom upp um
glæpsamlega atlögu við ríki okkar.
Sonur Pelíasar, konungs Þessalóníu.
Akastos!
Hekate, drottning myrkursins.
Þú hefur alltaf hjálpað mér.
Segðu mér nú hvað ég á að gera.
Þú gafst mér spádómsgáfu.
Því sagðir þú mér ekki frá
svikum Akastosar?
Sem situr að drykkju með Eetes, -
- á meðan Jason... í fangelsi...
dæmdur til dauða.
Hjálpi ég honum í leit hans
að reyfinu, -
- gerist ég svikari við land mitt
og við þig, Hekate.
Og ef ekki... svík ég sjálfa mig.
Hekate, hjálpaðu mér.
Medea, því kemur þú hingað?
Sendi Eetes þig?
Ég kom til að biðja þig að hætta
leitinni og fara í friði.
- Og koma aldrei aftur.
- Og gleyma gullna reyfinu?
Þá var það Eetes. Segðu ég muni
gera það sem guðirnir ætluðu mér, -
- og ég svíki aldrei Argófarana,
sama hvað í boði væri.
Jafnvel þó væri það Medea,
hofgyðja Hekate.
Gleymdu gullna reyfinu,
ég óttast um þig.
Ef þú ætlar þér að fara með það,
verð ég að koma með þér.
- Ég fer einn.
- Nei, ég verð að koma með þér.
Nú á ég ekkert föðurland.
Og ég elska þig.
Kastor, Felaros, Dímítris,
farið að dyrunum.
Þið hinir, aftur á ykkar staði.
- Hofgyðjan!
- Hlustið.
Farið um borð í skipið.
og róið með straumnum.
Það er skarð í klettinum.
Sökkvið akkeri þar, við komum.
- Hvað hefur gerst?
- Jason er flúinn.
- Og menn hans?
- Horfnir. Verðirnir fengu svefnlyf.
Þá hefur hann hjálparmann.
- Hvar er Akastos?
- Ekki í híbýlum sínum.
Hjálpaði Akastos Jason?
En ekkert mælir með því.
Nema það hafi verið Medea
sem blandaði svefnlyfið.
Ég sá hvernig hún horfði á Jason.
Hún mun vísa þeim á reyfið.
Argófararnir munu sigla.
Landleiðin er styttri.
Safnaðu saman mönnum þínum.
Hlustið.
Hermenn!
Faleros, Kastor, fylgið mér.
Nei, ekki þú Polýdevkes.
Vertu um borð með hinum,
og gætið skipsins.
Jason... Jason!
Eetes og Kolkisbúar...
Við heyrðum í þeim. Þeir koma.
Náið reyfinu.
Verðir, fylgið þeim þangað,
og þessa leið.
Bíðið!
Hekate, drottning myrkursins!
Hefndu þín á Þessalóníumönnum.
Færðu mér börn vatnaslöngunnar.
Börn næturinnar!
Færðu mér tennur vatnaslöngunnar.
Fljótt!
Gegn börnum tanna vatnaslöngunnar
er engin vernd.
Reyfið, komdu með reyfið.
Það hefur lækningamátt.
Það er satt.
Það hefur lækningamátt.
Jason!
Haldið aftur af vörðunum, eða þeir
deyja með Jason og sjóræningjunum.
Rísið upp af dauðum,
þið sem vatnaslangan hefur drepið.
Rísið úr gröfunum og hefnið okkar.
Þeir sem stela gullna reyfinu,
verða að deyja.
Argos, farðu í skipið.
Taktu Medeu með þér.
Þarna!
Og þarna!
Þarna er annar!
Og fleiri!
Drepið þá!
Drepið!
Drepið! Drepið þá alla!
Hörfið.
Þetta sannar að ég er
verðugur andstæðingur.
Hvert ert þú að fara?
Leiknum er ekki lokið.
Láttu þau njóta lygns sjávar,
hægrar golu, og hvort annars.
Stúlkan er falleg, og ég
er alltaf tilfinningasamur.
En Jason bíða önnur ævintýri.
Ég ætla mér meira með Jason.
Höldum leiknum áfram síðar.