Tip:
Highlight text to annotate it
X
Smá stund, þar til þú
eignast eigið tæki.
Komdu á leiguna...
og athugaðu hvort þú
hefur áhuga á þessu.
Bað Phyllis þig að hringja í mig?
Var það Phyllis í bókhaldinu?
Nei, ég er að segja
að þú vannst keppni.
Þú varst...
Þetta verður erfitt.
Þetta verður erfitt.
Ég verð að hita mig upp.
Ég heiti Anne Morrow Lindbergh.
Ég finn hvergi barnið mitt!
Ég get komið þér til að brosa.
Eitt viðlag, síðan ferðu.
Jack, ég er maður með köllun.
Ótrúlegt að ég skuli ávarpa
þetta fólk með skírnarnafni.
Get ég liðsinnt þér?
Er hér músarleg kona
sem heitir Lydía?
Ef þú bíður skal ég...
Þetta eru persónuleg boð.
-Ég verð að skila þeim.
-Þú mátt ekki fara inn!
Lydía Sinclair?
Þú hlytur að vera hún.
Kortið okkar.
Eins og þú vinnir hér.
Til hvers er ég hæfur?
Flokkaðu.
Þetta verður gott.
Nú er skógarlykt af þér.
Halló.
Ég heiti Lydía Sinclair.
Komdu sæl og blessuð.
Til hamingju. Jack Lucas.
Gaman að sjá þig.
Anne Napolitano.
Hún á leiguna.
Sæl. Til hamingju.
Og þetta er samstarfsmaður okkar...
Parry.
Parry...
Parry Parry?
Nei, bara Parry.
Eins og Móse.
Hvernig gerum við þetta?
Fyrst þarftu að skrifa
á opinbert félagsskírteini.
Viltu kvitta hér, síðan
verður þetta sett í plast.
Viltu setja kort ungfrú
Sinclair í plast?
Ójá.
Þetta gildir í eitt ár.
Síðan geturðu orðið félagi
með afslætti.
En ekki ókeypis.
Þú færð tíu myndir.
Ókeypis?
-Ókeypis.
-Tíu fyrstu myndirnar.
Síðan kostar leigan á þeim
2.99 dali.
Allt í lagi.
Byrjaðu.
Byrjaðu.
-Get ég hjálpað þér?
-Nei, ég get leitað sjálf.
Kaupmenn úr víti.
Vel valið.
Mér leiðast hryllingsmyndir.
Hvað um...
Purpurabrauðið?
Ny stórmynd eftir Speizak.
Við skulum nú sjá.
Hún gerist í pólsku bakaríi.
Pólsku. Þetta er pólskt bakarí.
Þess vegna er myndin textuð.
Ég er ekki hrifin af ástar...
pólskum ástarsögum.
Ég vil söngleiki.
Söngleiki?
Hérna.
Hér eru skemmtimyndirnar.
Hér er Fred Astaire.
Þessi er fín.
Já, Jolson.
Mammy.
-Áttu eitthvað með Ethel Merman?
-Ethel Merman?
Allt með Ethel Merman er búið.
-Hvílíkt svindl.
-Þetta er ömurlegt.
Ég held ég hafi pantað
myndir um daginn.
Gerðirðu það eða ekki?
Já. Þær koma fljótlega.
Ég kem þá aftur.
Frk. Sinclair, kortið þitt.
Gleymdu því ekki.
Fínar á þér neglurnar.
Hvar léstu snyrta þær?
Reyndar...
Ég geri það sjálf.
Ég vann á snyrtistofu.
-Fallegar stjörnur.
-Veistu, Anne...
vinnur fyrir aðra.
Eins konar aukavinna.
Hún gæti málað þínar neglur.
Hvað kostar það?
-Þú ert í klúbbnum.
-Fjörutíu dali.
40 dali?
Fjörutíu?
-Hvenær?
-Ég veit það ekki.
Í kvöld?
Í kvöld.
Þakka þér fyrir.
Eitt er að láta
snyrta á sér neglurnar...
en að fara út að borða með
ókunnugum og það þessum!
-Þetta verður óformlegt.
-Hún leit ekki á hann.
Það verður ekki stefnumót.
Áttu meiri mat með sterkju?
Klaufinn
moi.
Þakka þér fyrir.
Ég hef farið út með ræflum,
en þeir voru fallegir.
Eina ástæðan
fyrir að fara út með ræfli.
Maturinn er mjög góður, Anne.
Í alvöru.
Þú ert frábær kokkur
og átt fallega diska.
Jack, hann reynir að koma
af stað samræðum.
Talaðu þá.
Hann bítur þig ekki.
Þakka þér fyrir.
Það var lítið.
Veistu...
þú ert falleg kona.
Þú rekur eigið fyrirtæki.
Ég er hissa á að enginn skuli
hafa sölsað þig undir sig.
Ertu hissa?
Ég hef líklega ekki hitt þann
rétta. Hvað ætlarðu að gera?
Ég er hneykslaður.
Þessi líkami sem er svo vel
fallinn til að ala börn...
Karlmenn hljóta að vera ruglaðir.
Þeir eru það flestir.
Þú?
Þessi ótrúlega kona
veslast upp svo ég sjái.
Nei, þetta er svívirðilegt.
Ég hlusta ekki á þetta.
Nei! Hættu nú.
-Jack, komdu hingað.
-Þá er ég þinn maður!
Gerum það hérna!
Förum á staðinn þar sem
"grasið er glæsilegt"!
Sjáðu töfrasprota minn
og losaðu um gullknetti þína!
Þú veist hvað ég á við.
Hvað ertu? Bilaður?
-Renndu upp buxunum.
-Þú varst lengi að þessu.
Notarðu jakka númer 40?
Já, það er rétt.
Þetta tekst.
Láttu mig vita því þú ert of góð
til að fara til spillis.
Velkomin.
Komdu inn.
Aldrei fyrr komið í íbúð
sem er fyrir ofan verslun.
Maður gengur alltaf
fram hjá þeim...
og hugsar aldrei
að neinn búi í þeim.
Get ég boðið þér eitthvað?
Dálítið kaffi?
Dálítið te?
Dálítið tekíla?
Verður þetta sárt?
Það er undir þér komið.
Viltu ekki fá þér í glas?
Þú hefur ánægju af þessu.
Svona.
-Þetta er leðja.
-Við þvoum þetta af.
Þetta kemur þér til að líta
stórkostlega út.
Góður skítur.
Lokaðu.
Varir.
Lokaðu.
Hvað ertu að gera?
Nú byrjar það.
Slakaðu bara á.
Er einhver sérstakur
í lífi þínu?
Virðist vera einhver
sérstakur í lífi mínu?
Þú þarft ekki að segja það þannig.
Hugmyndin er ekki svo vitlaus.
Þú ert heilbrigð í fastri vinnu.
Þú ert ekki rangeygð.
Nei, það er enginn sérstakur.
Allt í lagi. Gott.
Það er ekki auðvelt nú á dögum.
Hvað er ekki auðvelt?
-Að kynnast fólki.
-Láttu mig vita það.
Ég fór á stefnumót
áður en ég lærði að aka.
Ég trúi því ekki.
Ég hef aldrei
stundað stefnumót.
Það ferli er ógeðslegt.
Þú hefur ekki misst af neinu.
Vertu kyrr.
Spennan er mikil.
Leið þér þannig þegar þú
hittir Anne fyrst?
Hún er dásamleg kona.
Hún elskar þig of heitt.
En elskar þú hana ekki líka?
Þú veist að þú gerir það.
Málið er bara að þú
ert stundum alger asni.
Fyrirgefðu.
Þakka þér fyrir.
Mamma hringir einu sinni í viku.
Það er eilíf martröð.
"Hefurðu kynnst einhverjum?"
"Nei."
"Hvað gerist?"
"Ég veit það ekki, mamma."
Guði sé lof að ég flutti frá henni!
Ótrúlegt að þú skulir hafa
búið svo lengi hjá henni.
Ef ég þyrfti að búa með mömmu
styngi ég mig sex sinnum.
Sumu fólki er ætlað að vera eitt.
Hugmynd mín er þessi:
Ég fæddist karlmaður í fyrra lífi...
og gamnaði mér með konum.
Og núna...
geld ég þess.
Ég hefði ekkert á móti því...
ef ég myndi bara
eftir öllu gamninu.
Ég held þetta sé að verða
of flókið hjá þér.
Hvað heldur þú...
að vandamálið sé?
Ég hef engin áhrif á fólk.
Í vinnustaðarteitum sé ég
um matinn...
meðan fólkið borðar
þannig að fötin séu alltaf full.
Ég byrja aldrei samtöl
því ég veit ekki...
Ég veit ekki hvernig ég
á að láta þau enda.
Hlustaðu á mig. Þú átt ekki
að vera svona hörð við þig, góða.
Samtal...
á sitt eigið líf, veistu?
Þú verður að hafa trú á því.
Líttu bara á okkur.
Við eigum...
mjög yndislegt samtal.
Ég borga þér.
Hættu þessu. Ég er ekki þannig.
Ég geri fólki ekki greiða.
Ef ég tala við þig er það
af því að mig langar til þess.
Þú ert engin ofurfyrirsæta.
Ekki geta allar verið Jerry Hall.
Heimurinn yrði leiðinlegur
ef allir væru sem Jerry Hall.
Maður gerir það sem maður getur.
Þú ert ekki ósynileg.
Viltu hafa persónuleika?
Prófaðu þá þetta:
Þú getur verið alger tík.
Er það satt?
Í alvöru?
Ég læt þig fá veskið mitt...
svo þú getir borgað máltíðina.
Þú ert góður, Jack,
að gera allt þetta fyrir mig.
Ég er hræddur.
Mér líkar svo vel við hana.
Mér finnst sem eitthvað
muni gerast.
Ekkert hræðilegt gerist.
Anne verður hér.
Ég verð hér.
Ekkert hræðilegt gerist.
-Ég er samt hræddur.
-Ég veit. Það verður í lagi.
-Þú lítur vel út.
-Þú líka.
-Mundu bara að anda.
-Ég verð að anda.
Sjáðu.
Lydia, komdu sæl.
Þetta er Lydia Sinclair,
sú sem er félagi hjá okkur.
Ég veit það.
Hvað hafið þið verið að bauka?
Allt er harðlæst.
Ætluðum við ekki að borða?
Langar einhvern í Kínamat?
Viltu borða með okkur?
Nei, þökk fyrir.
-Passaðu neglurnar.
-Ég vil frekar fara heim.
Ég líka.
-Þú þarft að borða.
-Nei, mig langar að...
Ekki eyðileggja þetta.
Hvað sagði ég þér?
Það er bara kvöldmatur.
Komdu.
Þú gerir þetta.
Þá geturðu sagt móður
þinni eitthvað.
Þú kemur!
Ágætt.
Hvað gerirðu?
Stundum les ég bókina.
En yfirleitt reikna ég
út framleiðslukostnað...
reikna út kostnað...
við yfirfærslu á innbundinni frum-
útgáfu í... fyrirgefðu... kilju.
Og að lokinni kiljunni
verður það vandamál annarra.
Þetta virðist mjög spennandi.
Af hverju heldurðu það?
Það er ekki spennandi.
Af hverju ekki?
Útreikningar þínir ráða
hvort bók verður gefin út.
Kannski breytir bókin
hugsunarhætti fólks...
eða framkomu þess.
En við gefum að mestu út
ruslkenndar ástarsögur.
Ekki segja þetta.
Það er ekkert ruslkennt við ástina.
Ástríður eru í ástinni.
Ímyndunarafl og fegurð.
Auk þess er hægt...
að finna margt gott í ruslinu.
Bollur.
Ég gæti borðað þær allar.
Langar þig í bollu?
-Te?
-Já, takk.
Gerðu svo vel.
Ja hérna.
Fyrirgefðu.
Þetta er heitt.
Hjálpaðu henni með þetta.
Afsakaðu.
Afsakaðu.
Þetta er smitandi.
Hvað finnst þér?
Þetta er gott?
Ég held að þau séu sköpuð
hvort fyrir annað.
Skelfilegt en satt.
Hefurðu þetta?
Hefurðu þetta?
Þú hefur þetta.
Sástu hana með núðlurnar?
Það héngu núðlur á höfði hennar!
Ég gat ekki trúað því.
Síðan var byrjað á bollunum.
Farið í hokkí með þær á borðinu...
Það var spergilkál.
Nei, bolla.
Hún var slegin fram og aftur
með matprjónum.
-Hættu. Ég missi þetta.
-Bíddu. Ropinn...!
Lydía!
Varaðu þig.
Segðu mér meira frá þér.
Mig langar að vita allt.
Það er ekki frá fleiru að segja.
Ekki segja þetta.
-Nei, það er komið.
-Þetta nægir mér.
-Ég held hún hafi heillast.
-Ég veit það.
Ég trúi ekki að ég hafi
gert þetta.
Hvað?
Þetta er latína.
Og þyðir "ástin sigrar allt."
Ég á ekki við okkur.
Heldur alla aðra.
-Heldurðu að þetta blessist?
-Hver veit?
Karl og kona gætu staðið
hlið við hlið og aldrei hist.
Önnur gætu verið
hvort á sínum heimsenda...
og ekkert gæti skilið þau að.
Hver veit?
Þannig er að ef eitthvað
á að gerast...
Hvað?
Ekkert. Haltu áfram.
Bíddu aðeins.
Þú hlytur að vera mjög stoltur.
Þú vannst gott verk í kvöld.
Ég var mjög stolt
að vera með þér í kvöld.
Þú varst frábær.
Þakka þér fyrir.
Það var lítið.
Gufusoðnar bollur!
Moo Shu svínakjöt.
Þú þarft ekki að segja það.
Ég segi aldrei það
sem ég þarf að segja.
Ég á við að þú þarft ekki
að segja mér neitt fallegt.
Það er gamaldags þegar þess
er gætt sem við ætlum að gera.
-Hvað ætlum við að gera?
-Þú fylgir mér heim.
Ég held að þér finnist ég
dálítið aðlaðandi.
Líklega langar þig upp í kaffisopa.
Ég drekk ekki kaffi.
Þá fáum við okkur líklega í glas.
Við tölum saman og kynnumst...
aðeins betur svo okkur líði vel.
Og þú...
Þú gistir hjá mér.
Í fyrramálið vaknarðu...
og verður fjarlægur.
Og þú getur ekki borðað
morgunmat með mér.
Kannski drukkið kaffibolla.
Ég drekk ekki kaffi.
Og síðan...
skiptumst við á símanúmerum.
Og þú ferð...
en hringir aldrei.
Og ég fer í vinnuna.
Ég verð í sjöunda himni...
fyrstu stundina og síðan...
verð ég afar hægt að skítaklessu.
Ég veit ekki af hverju ég er
að leggja þetta á mig.
Það var gaman að kynnast þér.
Góða nótt.
Góða nótt.
Afsakaðu!
Bíddu...
Fyrirgefðu.
Andartak.
Afsakaðu.
Viltu bíða?
-Mér líður ekki mjög vel.
-Ég er ekki hissa á því.
Við kynntumst, nutumst og hættum
saman, allt á hálfri mínútu.
Ég man ekki eftir fyrsta
kossinum, en hann er bestur.
Það var alveg einstakt
að kynnast þér.
Ég segi það sama en nú er
kominn tími til að þú þegir.
Þegiðu.
Viltu gera það?
Ég kem ekki heim til þín.
Ég ætlaði aldrei að gera það.
-Langar þig ekki til þess?
-Mig langar til þess.
Ég er með hann harðan
á stærð við Flórída.
En ég vil ekki vera með þér
bara eina nótt.
Ég verð að játa dálítið fyrir þér.
Ertu giftur?
Ertu fráskilinn?
-Ertu með sjúkdóm?
-Nei. Viltu hætta?
Ég er ástfanginn af þér.
Ekki aðeins síðan í kvöld.
Ég hef lengi þekkt þig.
Ég veit að þú kemur úr vinnu
og reynir að fara út um dyrnar.
Þú hrekst aftur inn
en kemur síðan aftur.
Ég geng með þér til hádegisverðar.
Veðrið er gott...
ef þú stansar og kaupir
ástarsögu í búðinni þarna.
Ég veit að á miðvikudögum
ferðu á kínverska staðinn.
Og þú færð þér stóran brjóstsykur
áður en þú ferð í vinnuna.
Ég veit að þér leiðist vinnan
og þú átt fáa vini.
Stundum finnst þér þú ósamhæfð...
og ekki eins
dásamleg og allir aðrir.
Þegar þér finnst þú ein og sér
eins og þú gerir...
Ég elska þig.
Ég elska þig.
Þú ert það besta næst
á eftir kryddhillunum.
Það liði yfir mig ef ég
fengi fyrsta kossinn.
Og ég verð ekki fjarlægur.
Ég kæmi morguninn eftir.
Ég hringi ef þú vilt svara mér.
En ég drekk samt ekki kaffi.
Þú ert til í raun og veru...
er það ekki?
Bless.
Þetta eru rangar dyr.
Þú mátt hringja í mig.
Hún lét mig ekki fá númerið.
Leyfðu mér að eiga þetta?
Leyfðu mér það!
Hvar ertu?
Hvar ertu?
Við erum þreyttir á
að horfa á ykkur.
Þakka þér fyrir.
Já, mér líður vel.
Hvernig get ég
orðað það öðruvísi.
Ég hef þurft að ráða fram úr
persónulegum vandamálum.
Mér tókst það og nú langar
mig að fara að vinna.
Heldurðu að það sé mögulegt?
Já, ég skil.
Já, ég er það.
Ég geri það ekki.
Ég verð það.
Frábært.
Hvenær?
Þriðjudagurinn hentar vel.
Frábært á þriðjudag, Lou.
Sjáumst þá.
Kærar þakkir.
Bless.
-Hver er Lou?
-Umboðsmaðurinn minn.
-Í alvöru?
-Ég hringdi í umboðsmanninn.
Hvað sagði hann?
Að það sé ekkert vandamál
ef ég vilji fara að vinna.
Ég þurfi bara að koma...
og tala við hann.
Ó, elskan!
Það er frábært!
Ég verð að koma lagi á böndin.
Sérðu jakkann minn?
Hann er á baðherberginu.
Baðherberginu...
Hér er kaffi ef þú vilt það.
Hitaðirðu kaffi?
Ferðu aftur í vinnuna
og hitaðirðu kaffi?
Ég er stórhrifin.
Veistu hvað væri indælt?
Nú þegar við fáum
meiri tekjur...
væri gaman að leita
að stærri íbúð.
Ég ætla ekki að reka á eftir...
en mig langar samt
að byrja að leita.
Kannski þriggja herbergja...
eða jafnvel efsta hæð?
Til dæmis í Brooklyn...
hæðum?
Hvað?
Þú vilt ekki ferðast á milli.
Allt í lagi. Við getum...
Komdu hingað.
Þú ert ótrúleg kona.
Er ég ótrúleg kona?
Er þetta einhver dauðadómur?
Nei, mig langar að tala um þetta.
Svo margt hefur gerst...
að ég held að við hefðum
bæði gott af því...
ef við...
hægðum aðeins á okkur.
Hægðum á?
Hefur hraðinn verið mikill?
Sjáðu til.
Þetta hefur verið...
mjög erfitt hjá mér
undanfarið ár.
Nú finnst mér ég ná
andanum í fyrsta sinn.
Mér finnst ég betur að mér núna
og ég vil ekki gera fleiri mistök.
Ég held að ég þurfi tíma...
til að velja rétt.
Bíddu.
Nú skil ég ekki.
Ég held að ég ætti kannski...
að vera einn um sinn.
Nú þegar ég veit meira
finnst mér...
ég eiga að einbeita mér að starfinu
þegar allt er komið í lag.
Viltu leyfa mér að segja svolítið?
Þú veist ekki rassgat.
Í öðru lagi...
hvað höfum við gert hér annað
en að eyða tímanum?
Hef ég lagt hart að þér?
Hvaða tíma þarftu, elskan?
Ég elska þig,
þú elskar mig.
Viltu koma starfinu af stað?
Það væri það albesta.
Ég vil vera til staðar
þegar það gerist.
Til hvers þarftu tíma
til að átta þig?
Jæja, má ég spyrja eins?
Elskarðu mig?
Ég veit það ekki.
Þú getur jafnvel ekki svarað því?
Jesús! Hvað hafðirðu
hugsað þér að gera hér?
Láta niður og senda mér línu
þegar þú fyndir einhverja nyja?
Ég hef ekki hugmynd um
hvað ég hugsaði mér.
Ég sagðist bara þurfa tíma.
Kjaftæði! Ef þú ætlar að særa mig
særðu mig þá núna.
Ekki langvarandi kvöl
sem stendur í marga mánuði...
af því að þú þorir ekkert að gera!
Þá það.
Ég læt niður í kvöld.
Hvað hefurðu gert hér?
Hvað hefurðu gert hér?
-Við bárum bæði eitthvað úr bytum.
-Hvað fékk ég?
Hvað fékk ég?
Hvað fékk ég sem ég hefði ekki
fengið hjá öllum...
öll kvöld vikunnar?
Heldurðu að það sé eitthvað
gaman að þér?
Geðvonskan, kvalirnar, vandamálin.
Var þetta skemmtilegt?
Af hverju viltu þá vera með mér?
Af því að ég elska þig.
Nautheimska djöfuls...
Hættu þessu.
Ekki.
Nei, þú verður ekki góður!
Ég fer ekki í asnalegan leik
þar sem við þykjumst vinir...
og síðan ferðu héðan,
ánægður með sjálfan þig.
Ég er ekki nútímakona.
Ef þessu er lokið...
látum þá svo vera.
Veskið mitt?
Hvað áttu við?
Hann heyrir ekki í þér.
Ég er Mandeville læknir og var
á vakt þegar komið var með hann.
Ég fór yfir skyrsluna hans.
Hann hefur verið hér áður.
Stjarfaklofi.
Hann getur ekki talað.
Hann var barinn.
Fékk hann heilahristing?
Ekki satt?
Hann nær sér.
Ég er hræddur um ekki.
Barsmíðarnar eru slæmar
en þær eru ekki vandinn.
Hann virðist fyrr hafa
orðið dauðastjarfur.
Hann gæti hrist þetta af sér
eftir klukkustund...
eða 13 mánuði.
13 ár þess vegna.
Það er aldrei að vita.
Menn geta endurlifað
áhrif einhvers harmleiks...
löngu eftir að hann gerðist.
Ég las um það hvernig hann
missti konuna sína.
Eruð þið skyldir?
Það skiptir ekki máli.
Við önnumst hann.
Það verður að senda hann
aftur á sömu stofnun.
En ef ég væri skyldur honum?
Þá gætirðu annast hann heima.
En ég er ekki hlynntur því.
Hann hefði ekki gott af því.
Hann þarf að vera á spítala.
Ég hélt þú gætir undirritað skjölin,
en borgin getur það.
Mér þykir fyrir þessu.
Veslings Lydía.
Hún fann prinsinn sinn loks
en þá leið hann í dauðadá.
Sumar konur eru aldrei heppnar.
Ég hringi í þig.
Svarið: Tveir dvergar og melóna.
Góða helgi.
Á mánudaginn...
verður sérstakur gestur okkar
Ben Starr...
stjarna þáttaraðarinnar Í útvarpi
en nyhætt er að syna hana.
Klaufinn hér kveður alla klunnana
þarna úti. Ég elska ykkur...
og kem aftur.
Já, Lou. Ég sagðist vilja fá tilboð,
annars gætu þeir gleymt því.
Segðu þeim að ég tali við þá
í kapalsjónvarpi um viðræðuþátt.
Hvað?
Faðir Beth kom þessu í kring.
Nei, hann á það.
Ég trufla ekki...
Þú verður að drífa þig.
Áfram nú. Svona.
Þetta er Jack.
Þetta er ég!
Hættu þessu.
Ég þekki hann!
Jack, manstu eftir mér?
Feneyjar.
Þú þekkir mig!
Má ég tala við þig?
Ég verð að tala...
Við vorum vinir.
Þekkirðu þennan mann?
Því talarðu ekki við mig?
Láttu mig í friði!
Vikulegur gamanþáttur
um heimilisleysingja.
En er ekki niðurdrepandi.
Við verðum að finna
fyndna, glaðlega leið...
til að koma málefnum
útigangsfólks í sjónvarpið.
Það eru þrír klikkaðir
heimilisleysingar.
En þeir eru klókir.
Þeir eru klikkaðir og klókir.
Þeir njóta þess
að vera heimilislausir.
Þeir unna frelsinu og ævintyrunum.
Þetta er um lífsgleðina, ekki þvæluna
sem við fáumst við, peninga, pólitík.
Og best er að þetta
er kallað Frjáls heima.
Ég kemst í vímu!
Ætlar gaurinn að hverfa
enn einu sinni?
Það er ekki vandamál,
hann þarf bara á klósettið.
Ég skal athuga það.
Fjárinn.
Þarna.
Hvað?
Það er bikar.
Gralið helga.
Helga...
Geymir auðkýfingur bikarinn helga
á bókasafni sinu við 5. breiðgötu?
Ég veit. Hverjum dytti í hug
að finna eitthvað dýrlegt þar?
Þeir sögðu...
að þú værir sá rétti.
Henry Sagan?
Afsakaðu. Fyrir skömmu skildi
ég eftir rúmföt handa Parry.
Þau voru í súraldinlit, lík
þessum lit, með melónum.
Ójá. Ég harma það
en þetta er í þvotti.
Það varð smáóhapp hjá lækninum
með sprautuna.
Hann verður að fá þau þegar þau
eru hrein. Þökk fyrir.
Það er Jack.
Hvernig líður þér?
Þú lítur vel út.
Alveg satt.
Viltu vakna fyrir mig?
Þetta er ekki búið, er það?
Heldurðu að þú fáir mig
til að gera þetta?
Gleymdu því.
Af og frá.
Mér finnst ég ekki ábyrgur
fyrir þér eða neinum.
Það kemur eitthvað slæmt
fyrir alla. Ég er ekki guð!
Ég ákveð ekki.
Fólk lifir.
Segðu eitthvað!
Allt hefur gengið svo vel.
Frábært.
Ég fæ mína eigin þætti
í kapalsjónvarpinu.
Vel launað,
skal ég segja þér.
Ég á ótrúlega...
djöfull dyrlega kærustu.
Líf mitt er ótrúlega
djöfull gott.
Ekki liggja í þessu
notalega dái og halda...
að ég stofni því öllu í hættu
því ég telji mig ábyrgan fyrir þér.
Ég er ekki ábyrgur!
Ég finn ekki til sektar.
Þér líður vel. Ég er þarna úti...
á hverjum þremils degi...
og reyni að átta mig á
hvað ég er að gera.
Hvað sem ég hef þá finnst mér
ég ekki hafa neitt.
Ég vorkenni þér ekki. Það er auðvelt
að vera bilaður. Reyndu að vera ég.
Ég geri það því ekki.
Ég trúi ekki á þessa þvælu.
Farðu ekki að þvæla um
að ég sé sá rétti.
Það er ekkert...
ekkert sérstakt við mig.
Ég ræð örlögum mínum...
ekki einhverjir svífandi,
feitir álfar.
Ég ákveð hvað ég geri
og ég hætti ekki lífinu...
við að sækja einhvern bikar
fyrir einhvern bannsettan kálhaus!
Grjónapungur!
Hvað á ég að gera?
Hvað á ég að gera?
Bikar...
Þá það. Gefum okkur
að ég geri þetta.
Ef ég geri það...
er það ekki af því að mér
fannst ég þurfa að gera það...
eða ég væri bannsettur,
sekur eða ábyrgur.
Ef ég geri þetta...
Fjárinn!
Ef ég geri þetta...
með áherslu á ef...
er það af því að mig langar
að gera það fyrir þig.
Annað ekki.
Fyrir þig.
Farðu ekki fet.
Rækallinn.
Frábært.
Nú heyri ég í hestum.
Parry verður hæstánægður.
Útvarpsmaður ruglast
og fer að sendast fyrir guð.
Þegar ég verð lokaður inni
vona ég...
að ég verði settur í næsta
herbergi við hann.
Fjandinn.
Guði sé lof að enginn lítur
upp í þessari borg.
Ansans!
"Lannie Carmichael.
Jólin 1932."
Skrambinn.
Svona, vaknaðu!
Jesús!
Ég stóð við minn hluta
samkomulagsins.
Hér er bikarinn þinn.
Ætlarðu að vakna núna?
Þú verður að hugsa
aðeins betur um það.
Gefðu þér nægan tíma.
Mig dreymdi, Jack.
Að ég væri giftur.
Mjög fagurri konu.
Þú varst þarna líka.
Ég sakna hennar mjög.
Er það í lagi?
Get ég saknað hennar núna?
Þakka þér fyrir.
NÁTTHRAFN KOM Í VEG FYRIR
ÓHAPPASJÁLFSVÍG
Hraði.
Allegro.
Þá byrjum við.
Halló, elskan.
Hvar varstu?
Af hverju þessi svipur?
Af hverju græturðu?
Ertu stúlkan mín?
Ertu stúlkan mín?
Já.
Elskan!
Hraði.
Jæja!
Hvað ætlastu til að ég geri?
Klappi?
Hvað? Hvað?
Af hverju komstu hingað?
Komstu eftir afganginum af dótinu
þínu? Það brann allt saman...
af slysni.
Hvern fjandann sem þú ert að gera,
ekki gera það.
Þú kemur ekki eins og ekkert sé...
stendur eins og myndastytta
og lætur mig gera allt.
Af hverju komstu hingað?
Ég elska þig.
Hvað?
Ég heyrði þetta ekki.
Viltu segja mér það aftur?
Ég held...
að mér sé ljóst...
að ég elska þig.
Elskarðu mig?
Óþokkinn þinn!
Hvílíkt dyrðarkvöld.
Sjáðu.
Hvað?
Það hreyfist.
Geri ég þetta?
Ertu klikk?
Það er vindurinn.
Góða nótt, Manhattan!
-Segðu góða nótt, Jack.
-Góða nótt, Jack.